Við þekkjum öll tilfinninguna, þegar hellist yfir mann pirringur og allt virðist ómögulegt. Gjarnan kennum við einhverjum öðrum um óhamingjuna, dramatíserum, rífumst eða tuðum.
Tilfinningauppnámið getur gengið svo langt að við förum að grenja eða skellum hurðum en oftar en ekki þá er það ekki neinum að kenna nema okkur sjálfum að við séum pirruð og tilfinningalega flækt.
Fyrir nokkrum árum kynntist ég hugtakinu “HALT” en það er óskaplega einfalt verkfæri sem má venja sig á að nota þegar pirringur hellist yfir.
HALT stendur fyrir “Hungry, Angry, Lonely, Tired” en þessi fjögur atriði eru oftast það sem kemur okkur í tilfinningalegt uppnám. Og hvernig ber að nota HALT?
Þegar neikvæðar tilfinningar hellast yfir þig, dokaðu þá við og skoðaðu ástæður þeirra áður en þú leyfir þeim að taka yfir huga þinn og hegðan:
HUNGRY: Ertu svöng? Einfalt svar! Borðaðu þá.
ANGRY: Ertu reið? Hvers vegna og hvernig getur þú leist það? Ekki leyfa reiði að heltaka þig, skoðaðu reiðina, taktu á við hana, talaðu um hana og reyndu að leysa vandamálið og fyrirgefa. Það á ekki að burðast með innbirgða reiði.
LONELY: Ertu einmanna? Hringdu í ástvin/vin, knúsaðu einhvern sem þér þykir vænt um eða segðu frá því að þú sért einmanna og þarfnist félagsskapar.
TIRED: Ertu þreytt? Hvíldu þig, taktu 5 mínútna pásu eða hresstu þig við í göngutúr, passaðu svo að fá góðan nætursvefn og reyna komast hjá því að vera of þreytt/ur. langvarandi álag og þreyta er hvorki gott fyrir andlega né líkamlega heilsu.
Ef þú sinnir þessum 4 grunnþörfum þá ertu betur í stakk búinn að takast á við öll verkefnin sem lífið hellir yfir okkur. Hér má lesa nánar um H.A.L.T.!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.