Flestar nútímakonur gera miklar kröfur á sjálfar sig. Vilja vera duglegastar, vingjarnlegastar, tillitsamastar, sætastar, klárastar, flottastar og bestar.
Þetta kemur allstaðar niður en á endanum vill brenna við í andlega pottinum enda ekki á neina manneskju leggjandi að vera fullkomin.
Ég á eftir að taka til, mig langar ekkert að fara í þetta boð, ég verð að fara í ræktina, guuuð þarf að heimsækja frænku á spítalann, hvað ætli henniþarnahvaðheitirhúnaftur finnist um að ég sé byrjuð aftur með Óla…eftir allt sem gekk á, ég er ekki í nógu miklu jafnvægi, ég þoli ekki æskuvinkonu mína, barnið mitt er í götóttum sokkum og ég gef því allt of oft skyr að borða, ég verð að taka til í geymslunni, það er glatað veður, ég fíla ekki jóga, nei ég má þettekki, jii ég þarf að pússa skóna mína, klára ritgerðina, sleppa sykrihveitigeri… og svo framvegis og svo framvegis.
Segðu bara FUCK IT!
Já. Þú verður að segja FUCK IT – eða HVAÐ MEÐ ÞAÐ… Svona um það bil einu sinni á dag. Stundum hátt og stundum lágt.
Það skiptir í raun engu máli hvort fólki finnst þú flott, klár eða merkileg. Það skiptir ekki máli þó þú nennir ekki alltaf í ræktina. Það skiptir engu máli þó þú nennir ekki í þetta partý eða langir ekki að eiga í samskiptum við einhverja meðvirka vinkonu lengur.
Það skiptir hinsvegar máli að þér líði vel í sálinni og að þú sért ekki undir of miklu álagi.
Hafðu engar áhyggjur yfir því að sleppa tökunum og segja ‘Fuck it’ við hlutunum. Þú ert örugglega með ábyrgðartilfinninguna réttu megin þar sem hún skiptir mestu máli og stundum verður bara að gefa skít í hitt og þetta. ‘Something’s got to give’ myndi kaninn segja.
Flestar konur gera svo miklar kröfur á sjálfar sig að þær t.d. sækja fæstar um vinnu nema hafa ALLT á hreinu.
Karlar hinsvegar sækja margir bara um og ákveða að ‘spila þetta eftir eyranu’. Gera mikið úr afrekum sínum og vona svo það besta (þess vegna mun hugsanlega vera erfiðara að fá konur sem viðmælendur í fjölmiðla).
Hættum að vera svona ‘uptight’. Það skiptir engu máli hvað öðrum finnst, við endum hvort sem er öll í gröfinni fyrr eða síðar og þegar við leggjum höfuðið á koddan á kvöldin til að fara að sofa þá eru flestir bara að hugsa um sjálfa sig – en alls ekki mig eða þig.
Slökum á. FUCK IT! ;
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.