Ég rakst á svo fallega sögu um daginn sem segir okkur hvernig við sjálf erum í raun þau einu sem setjum okkur hömlur og takmörk.
Maður nokkur gekk hjá hóp af fílum sem stóðu rólegir saman og hreyfðu sig lítið. Þegar maðurinn tók eftir því að fílarnir voru bundir aðeins á öðrum fæti, með einföldu reipi sem þeir hefðu svo auðveldlega getað slitið af sér brá honum. Hann skildi ekki hversvegna fílarnir stóðu þarna kyrrir, án þess að haggast og aðeins með það sem fyrir þeim var eins og trannþráður um fótinn. Það var augljóst að þeir gátu farið hvenær sem þeir vildu en samt gerðu þeir það ekki.
Maðurinn tók eftir fílatemjara sem stóð þar hjá, gekk til hans og spurði hvernig á þessu stóð. “Jú,” sagði þjálfarinn, “þegar fílarnir eru mjög ungir og miklu minni þá notum við sama reipi til að binda þá. Reipið heldur vel meðan þeir eru kornungir. Svo vaxa þeir úr grasi og trúa því einfaldlega að reipið haldi þeim enn föstum, svo þeir reyna ekki einu sinni að fá sig lausa.
Vini okkar brá. Þessi gríðarstóru og fallegu dýr gátu farið hvenær sem þau vildu en vegna þess að þau trúðu því ekki að þau gætu það, þá stóðu þau kyrr á sama staðnum og létu sig bara dreyma um að baða sig í vatninu sem var þarna rétt hjá.
Hversu mörg okkar fara í gegnum lífið trúandi því að við getum ekki eitthvað, bara vegna þess að okkur var sagt það fyrir óralöngu eða vegna þess að það mistókst bara einu sinni og þá var ekki reynt aftur?
Skoðum hvernig við skilyrðum okkur sjálf og höldum að við getum ekki gert ákveðna hluti eða látið drauma rætast – yfirleitt þarf svo ósköp lítið til að slíta reipið.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.