Nú er síðasti dagurinn af árinu 2015 að líða og margar okkar eru að velta fyrir sér áramótaheitum eða búnar að ákveða hverju eigi nú að byrja eða hætta.
Flestar eru búnar að strengja þess heit að hætta í óhollustu og kannski missa nokkur aukakíló og aðrar ætla ekki að snerta áfengi í einhvern tíma og steinhætta að reykja.
Hér eru nokkur heit sem hægt er að íhuga…
- Reyndu að komast að því hvers vegna þú ert með NÍU netföng, einfaldaðu lífið, fækkaðu allskonar reikningum á netinu
- Ekki dvelja lengur í fortíðinni, horfðu til framtíðar, gerðu skemmtileg plön
- Drekktu minna áfengi
- Drekktu minna kaffi
- Borðaðu meira af grænmeti og ávöxtum
- Farðu í einhverskonar sjálfboðavinnu
Þegar þú ert búin að komast að því hvað það er sem þú vilt breyta eða hvaða drauma þú vilt sjá rætast er tilvalið að gera óskaspjald en þá seturðu myndir sem tákna það sem þú þráir á spjaldið og hefur það fyrir augunum sem oftast.
Til dæmis sem skjámynd á tölvunni þinni (svo lengi sem þú ert ein um þessa tölvu) eða prenta út og líma á vegginn við hliðina á rúminu.
Annað ráð er að skrifa niður fimm sinnum á morgnanna og kvöldin þau markmið sem þú ætlar að ná. Hafa einfaldlega blað og penna á náttborðinu og gera þetta aftur og aftur í einn mánuð. Viti menn, þú átt eftir að ná öllum markmiðum þínum með þessum hætti því áætlanirnar síast svo hressilega í vitundina að þú kemst ekki hjá því að framkvæma allt.
Til dæmis: Hætta að reykja, hætta að reykja, hætta að reykja, hætta að reykja, hætta að reykja.
Hljómar svolítið klikkað en prófaðu bara og sjáðu árangurinn!
Þá er hægt að nota allskonar hjálparhluti í símanum og tölvunni. Þú getur til dæmis notað app sem heitir Way of Life til að fylgjast með því hvernig mér gengur að breyta um vana og venjur en þú getur lesið um það hér. Fyrir aðra snjallsíma er hægt að finna fjölbreytt forrit sem þjóna sama tilgangi og HÉR er listi yfir þau.
Besta leiðin til að ná markmiðum er að fylgjast vel með árangrinum og minna sig mjög stöðugt á hvert verið er að stefna með myndum, skrifum eða öðrum áminningum. Þá er mjög líklegt að þú komist fljótt á þann stað sem þig dreymir um að vera á.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.