Við lærum meira á þetta líf eftir því sem árin færast yfir, það er að segja ef við erum heppin.
Pulitzer verðlaunahafinn Regina Brett gerði sér grein fyrir þessu þegar hún greindist með brjóstakrabba 41 árs en eftir að hafa náð bata tók hún sig til og gerði samantekt á því sem hún hafði lært af lífinu. Á þessum tímamótum hafði hún búið sem einstæð móðir í 18 ár, verið blaðakona í 27 ár, var enn endalaust að leita að rétta makanum og komin langt með að vinna úr erfiðri æsku.
Þessi samantekt er það sem hefur verið mest lesið eftir höfundinn enda höfðar þessi speki til okkar allra og um að gera að lesa þennan lista af og til.
1. Lífið er ekki sanngjarnt, en það er samt ljúft.
2. Þegar þú efast um eitthvað skaltu bara taka eitt lítið skref í senn.
3. Lífið er of stutt – njóttu þess.
4. Vinnan þín mun ekki annast þig ef þú veikist, vinir þínir og fjölskylda eiga eftir að gera það.
5. Borgaðu af kreditkortunum þínum í hverjum mánuði.
6. Þú þarft ekki að vinna öll rifrildi en vertu samkvæm sjálfri þér.
7. Gráttu með einhverjum, það er betra en að gráta ein.
8. Byrjaðu að safna lífeyri um leið og þú ferð á vinnumarkaðinn.
9. Þegar það kemur að súkkulaði er viljastyrkur einkennilegt fyrirbæri.
10. Náðu sáttum við fortíðina svo hún skemmi ekki fyrir þér núið.
11. Það er allt í lagi þó börnin þín sjái þig gráta.
12. Ekki bera þitt líf saman við líf annara. Þú hefur ekki minnstu hugmynd um út á hvað þeirra persónulega ferðalag gengur.
13. Ef sambandið sem þú ert í er leyndarmál, þá áttu alls ekki að vera í því…
14. Dragðu andann djúpt, það hefur góð áhrif á hugann.
15. Losaðu þig við allt sem þú ert ekki að nota. Óreiða dregur þig niður á svo margvíslegan hátt.
16. Það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari.
17. Það er aldrei of seint að verða hamingjusöm, en hamingjan er undir þér komin og engum öðrum.
18. Þegar kemur að því að eltast við drauma sína þá dugar nei aldrei sem svar.
19. Kveiktu á kertum, notaðu fallegu rúmfötin, farðu í blúndunærfötin. Ekki geyma þetta fyrir sérstakan dag. Í dag er sérstakur dagur.
20. Skipulegðu allt í þaula, og láttu þig síðan berast með straumnum.
21. Ekki bíða þangað til þú ert orðin gömul með að fá að vera sérvitur. Ef þig langar að ganga með hatt skaltu setja á þig hatt.
22. Mikilvægasta kynfærið er á milli eyrnanna.
23. Þú stjórnar því hversu hamingjusöm þú ert.
24. Þegar þér finnst allt vera ómögulegt skaltu spyrja þig – “Mun þetta skipta mig miklu máli eftir fimm ár?”
25. Veldu alltaf lífið.
26. Fyrirgefðu en ekki gleyma.
27. Þér kemur ekkert við hvað öðrum kann að finnast um þig.
28. Tíminn læknar næstum því allt. Gefðu tímanum smá tíma.
29. Hversu góð eða slæm staðan er núna, þá lofa ég að hún mun breytast.
30. Ekki taka þig svona alvarlega, það gerir það engin annar.
31. Trúðu á kraftaverk. Það er betra.
32. Ekki reyna að slá lífinu á frest. Byrjaðu núna.
33. Að eldast er mikið skemmtilegra en hinn valkosturinn, sem er að deyja ung.
34. Börnin þín fá aðeins eina æsku.
35. Það sem skiptir máli við enda sambands er að þú elskaðir.
36. Farðu út á hverjum degi. Það bíða þín tækifæri og kraftaverk um allt.
37. Ef við myndum henda öllum vandamálum okkar í hrúgu og fengjum að sjá vandamál hinna þá myndum við hrifsa þau til okkar aftur.
38. Öfund og afbrýðisemi er algjör tímasóun. Sættu þig við það sem þú hefur núna, ekki hugsa um það sem þér finnst vanta.
39. Við eigum það besta eftir…
40. Klæddu þig í fötin og láttu sjá þig, sama hvernig þér líður.
41. Slepptu takinu.
42. Lífið kemur ekki í pakka með slaufu en það er samt sem áður gjöf.
43. Ekki kaupa það sem þú þarft ekki.
44. Sparaðu fyrir því sem skiptir máli.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.