Það er auðvelt að verða háð hlutum, fólki, aðstæðum, fortíðinni og jafnvel framtíðinni en það er alls ekki gott fyrir andlegu heilsuna að hanga í því sem ekki er hægt að breyta eða ekki er enn orðið.
Við eigum það til að staldra allt of lengi við aðstæður sem veita okkur stundlega hamingju og reyna svo að halda í þá hamingju eins lengi og við getum. Hrædd við að sleppa því þá höldum við að hamingjan hverfi á braut. Hvort sem það er meðvitað eða ekki þá er víst að þessi tilfinning hverfur fyrr eða síðar en við erum enn föst í fortíðinni, blind á það að núið og framtíðin í kjölfarið hefur upp á svo margt að bjóða sem getur gert okkur enn hamingjusamari! Mikið meira en okkur grunaði að væri hægt.
Svo loksins þegar við hættum að reyna að stjórna heiminum í kringum okkur og leyfum hlutunum að gerast af sjálfu sér fyllumst við af ánægju sem við héldum að væri ekki til. Það að sleppa takinu er nauðsynlegt því þá flæðir að okkur hamingjan sem við eigum skilið.
En hvernig er best að bera sig að. Hvernig á að sleppa?
1. Að losa sig við óþarfa tilfinningar til annarra
Hættu að stóla á fólk þegar kemur að því að meta þína eigin verðleika. Lærðu að þekkja hversu verðmæt manneskja þú ert án þess að þurfa viðurkenningu frá öðrum. Alls ekki leyfa öðrum að ráðskast með það hvernig þú sérð sjálfa þig og hvernig þér líður.
Það að vera ein er besta leiðin í flestum tilvikum til að losa þig við óæskilegt fólk úr þínu lífi. Að vera ein hjálpar þér einnig að taka smá naflaskoðun og finna út hverjar þínar ástríður eru og einnig hversu verðmæt þú ert. Þetta má líka nota í samböndum, áttaðu þig á því að það tekur tvær heilar manneskjur til að vera í sambandi. “two halfs don’t make a whole”.
2. Hættu að velta þér upp úr fortíðinni
Hvort sem okkur líkar betur eða verr að þá getum við ekki gert neitt til að breyta fortíðinni. Að halda í það sem er þegar farið gerir ekkert annað en að fylla þig af hræðslu. Í staðinn skaltu einbeita þér að því sem er að gerast akkúrat núna. Taktu fortíðina í sátt. Því ef hún hefði ekki átt sér stað þá værir þú ekki þar sem þú ert í dag. Þarna hefur persónuleikinn náð þeim þroska sem þú hefur í dag.
3. Hættu að hugsa of mikið um framtíðina
Þú finnur heldur aldrei hamingjuna í framtíðinni, vegna þess að staðreyndin er sú að þú ert að lifa núna. Það er óþarfi að reyna að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Mundu bara að lifa í núinu og leyfðu framtíðinni að koma í ljós með tímanum, ef núið er gott þessa stundina þá eru meiri líkur á að framtíðin verði það líka.
4. Losaðu þig við óþarfa tilfinningar og lærðu að meta eigin verðleika óháð því hvernig þér líður hverju sinni
Þetta á við um bæði jákvæðar tilfinningar og neikvæðar. Flest okkar erum við þannig gerð að við höldum í hamingju tilfinningarnar ásamt því að hanga í tilfinningum fullum af eftirsjá. Það er eins og við gleymum því að þetta eru tilfinningar sem koma og fara. Að meta eigin verðleika eftir líðan hverju sinni fjötrar mann bara í eigin huga. Það er ekkert að marka því líðan er svo breytileg.
Reyndu að taka eftir því þegar tilfinning heltekur þig, staldraðu þá við og spáðu í hvers vegna þetta er að gerast. Þú munt taka eftir að þessi yfirþyrmandi tilfinning smám saman hverfur og þú gerir þér grein fyrir því að tilfinningin ræður því ekki hver þú ert nema þú leyfir henni að ná tökum á þér. Það tekur tíma að tileinka sér þetta og fyrir suma getur þetta verið erfitt. En bara draga andann djúpt, slaka á og láta yfirþyrmandi tilfinningar fljóta í burtu. Þær fara, fyrr eða síðar en fyrr ef þú einbeitir þér að því að losna við þær.
Þú getur vel losnað við það sem takmarkar gleði í lífi þínu. Að vera þú sjálf, óháð öðrum, er mikilvægt svo þú náir jafnvægi í samskiptum þínum við fólk og það sem er mikilvægast, að læra að þekkja sjálfa þig.
(grein þessi er hér á ensku)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.