Við höfum öll heyrt að til þess að geta elskað aðra verðum við fyrst að læra að elska okkur sjálf…
Eftirfarandi 16 atriði eru meðal annara undirstöðuatriða þess að annast okkar eigin heilsu og gæta okkar andlegu hagsmuna.
- Taktu fulla ábyrgð á eigin lífi.
- Hættu að ásaka aðra.
- Sjáðu sjálfa þig sem orsök þess sem gerist fyrir þig.
- Gerðu það sem þér líkar.
- Ekki vera í starfi þar sem þér líður illa.
- Taktu þátt í lífinu af fullum mætti.
- Gefðu þér mörg einföld ánægjuefni.
- Vertu í fötum sem þér líður vel í, fáðu þér nudd o.s.frv.
- Gættu tungu þinnar, varastu að tala þig niður.
- Hættu að beita sjálfa/n þig og aðra dómhörku.
- Hugsaðu vel um líkama þinn. Gefðu honum hreyfingu og góðan mat.
- Hafðu viljann til að skapa lífsstíl sem þroskar og nærir sjálfsálit þitt.
- Vertu sjálfsörugg/ur í kringum aðra.
- Samþykktu þig reglulega.
- Haltu dagbók yfir sigra þína og árangur.
- Forðastu að bera þig saman við aðra. Mundu að það sem skiptir meginmáli er hver við erum, ekki hvað við gerum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.