Gerðu það sem þú elskar að gera, lofaðu þig og haltu athyglinni í núinu er meðal þess sem gott er að gera á leiðinni til kærleika í eigin garð.
… en að elska sjálfa sig og virða er undirstaða þess að geta gefið öðrum slíkt hið sama.
- Taktu við hrósi frá öðrum án þess að fara hjá þér eða þykja það kjánalegt.
- Ekki gera lítið úr jákvæðum tilfinningum annara í þinn garð.
- Vertu góð/ur við hugann.
- Ekki hata sjálfa/n þig fyrir að vera með neikvæðar hugsanir.
- Breyttu varfærnislega hugsun þinni.
- Haltu athygli þinni og hugsunum í nútíðinni, í staðinn fyrir að lifa í fortíð eða framtíð.
- Viðurkenndu annað fólk reglulega, segðu þeim af hverju þér líka vel við það.
- Fjárfestu í sjálfum/sjálfri þér.
- Farðu á námskeið, vinnustofur og kúrsa sem þroska helstu náðargáfurnar þínar.
- Gerðu lista yfir 10 hluti sem þú hefur gaman af, eða jafnvel ástríðu fyrir að gera og gerðu þessa hluti oft.
- Komdu fram við þig eins og þú kemur fram við einhvern sem þú elskar.
- Lofaðu þig.
Með kveðju,
Jóhanna hjá Lausninni.
Lausnin eru sjálfsræktarsamtök, stofnuð í upphafi árs 2009. Samtökin sérhæfa sig í meðvirkni og fíkni-tengdum þáttum. Hér er um að ræða samtök sem einsetja sér að veita framúrskarandi aðstoð fyrir þá sem ekki eru frjálsir í eigin lífi vegna ótta, kvíða, takmarkaðs tilfinninga læsis eða lágs sjálfsmats. Frelsi lífinu og í samskiptum við aðra er grunnstoð hamingjunnar og teljum við frelsis þörf okkar eitt mikilvægasta og stekasta afl lífsins. Ef við erum ekki frjáls í samskiptum, hjónabandi, vinnu, með fjölskyldu eða kunningjum þá höfum við ekki getuna til njóta allra þeirra fegurðar sem lífið og tilveran hefur upp á að bjóða. Lífið er þess virði að lifa því, ef þú sérð það ekki eða upplifir það ekki þá gætir þú átt við meðvirkni að stríða.