Láttu af hugsunum um skort, hlæðu að sjálfri þér og hættu að reyna að breyta öðrum…
- Gefðu þér leyfi til að gera reglulega “ekki neitt” – skipuleggðu tíma með sjálfri þér.
- Andaðu oft djúpt og uppgötvaðu kostina við það.
- Borðaðu gæðamat, hollan og góðan.
- Hættu að reyna að breyta öðrum.
- Stilltu athyglina á það að vera sjálf eins og þú vilt að aðrir séu!
- Líttu reglulega í spegil og segðu:
“Ég elska þig, ég elska þig raunverulega” - Slepptu sektarkendinni og hættu að segja “fyrirgefðu” endalaust.
- Sjáðu að mistök eru dýrmætar lexíur og forðastu að dæma sjálfa þig.
- Skapaðu jákvæðar hugsanir og tilfinningar lífsfyllingar og sjálfs-ástar.
- Láttu af hugsunum um skort.
- Vertu tilbúin/n að hlæja að sjálfri/sjálfum þér og lífinu. Hættu að taka sjálfa/n þig svona hátíðlega!
Með kveðju,
Jóhanna hjá Lausninni.
Lausnin eru sjálfsræktarsamtök, stofnuð í upphafi árs 2009. Samtökin sérhæfa sig í meðvirkni og fíkni-tengdum þáttum. Hér er um að ræða samtök sem einsetja sér að veita framúrskarandi aðstoð fyrir þá sem ekki eru frjálsir í eigin lífi vegna ótta, kvíða, takmarkaðs tilfinninga læsis eða lágs sjálfsmats. Frelsi lífinu og í samskiptum við aðra er grunnstoð hamingjunnar og teljum við frelsis þörf okkar eitt mikilvægasta og stekasta afl lífsins. Ef við erum ekki frjáls í samskiptum, hjónabandi, vinnu, með fjölskyldu eða kunningjum þá höfum við ekki getuna til njóta allra þeirra fegurðar sem lífið og tilveran hefur upp á að bjóða. Lífið er þess virði að lifa því, ef þú sérð það ekki eða upplifir það ekki þá gætir þú átt við meðvirkni að stríða.