Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Þetta máltæki er bæði satt og rétt því það er fátt sem kemur í veg fyrir að draumar rætist ef nægur vilji er fyrir hendi. Í raun vilja margir meina að viljastyrkurinn sé undirstaða allrar velgengni í lífinu og á honum kemstu lengra en gáfum, útliti, erfðum og efnahag.
En hvað ef eitthvað vantar upp á viljastyrkinn? Er hægt að gera eitthvað við slíku? Jú, vissulega!
Með því að breyta ákveðnum lifnaðarháttum, viðhorfum og venjum er hægt að auka viljastyrkinn svo um munar og um leið bæta lífsgæði, tekjur, sambönd og flest annað sem gerir okkur glöð og kát.
Í eftirfarandi myndbandi sýnir Brian nokkur Johnson okkur á einfaldan og skilmerkilegan hátt hvernig við getum beitt 10 skrefum til að auka viljastyrkinn en þau verður að stíga öll sem eitt.
Fyrir mér persónulega hefur þetta verið “ongoing” verkefni en ég hef verið að vinna með bæði skipulag, hugleiðslu, líkamsrækt, mataræði og flest á listanum í nokkur ár með því markmiði að ná endanlega fullkomlega föstum tökum á þessu öllu eins og hann Brian sem talar hér og teiknar í myndbandinu. Það er auðvitað draumurinn, því ég segi það og skrifa að eftir því sem ég hef náð betri tökum á þessum atriðum hefur líf mitt alltaf orðið betra og betra.
Ég skora heilshugar á þig að horfa á myndbandið til enda og jafnvel glósa hjá þér leiðirnar því þær eru upp á hár það sem hefur sýnt sig og sannað til að virka sem skotheld leið að auknum lífsgæðum.
1. Stundaðu hugleiðslu
2. Hægðu á andardrættinum
3. Stundaðu líkamsþjálfun
4. Bættu úthaldið
5. Einfaldaðu daglegar athafnir
6. Sýndu sjálfri/sjálfum þér miskun, vertu góð við sjálfa þig
7. Stattu ALLTAF við það sem þú ákveður að gera og skráir á vikuáætlun/dagbók
8. Passaðu upp á blóðsykurinn
9. Hafðu hreint og fínt í kringum þig
10. Hafðu skýr markmið, skýrar línur
[youtube]http://youtu.be/X7K3nrLXEKc[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.