Það virðist vera í eðli okkar mannfólksins að vilja stanslaust meira. Hvort sem það eru veraldlegir hlutir, betri menntun, samfélagsstaða o.s.frv.
Að vilja meira getur að sjálfsögðu verið af hinu góða en ég hugsa að mörg okkar mættu staldra við og vera þakklátari þegar áföngum er náð.
Þegar vel gengur mætti fagna og kannski staldra við í smástund en ekki rjúka af stað til að ná í eitthvað enn betra! Enn stærra!
Margir hafa talað um að leiðin að hamingju sé m.a. að vera í núinu og vera þakklát/ur og þá sér í lagi fyrir “litlu” hversdagslegu hlutina.
Þá hafa rannsóknir sýnt að meðal þess sem einkennir fólk sem nýtur velgengni er einmitt þakklæti.
Í bók sinni What the Most Successful People do Before Breakfast greinir Laura Vanderkam einmitt frá því að margir stjórnendur bandarískra stórfyrirtækja punkta niður hvað þeir eru þakklátir fyrir og þá einna helst á morgnana áður en þeir halda til vinnu.
Í þessu samhengi langar mig að deila með ykkur virkilega flottum lista sem ég rakst á nýlega. Á honum má sjá þakkarlista fyrir það sem við erum vanalega að pirra okkur á en ættum mikið frekar að þakka fyrir.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.