23 ára háskólanemi lagði fram spurning á spurningavefnum Quora. Spurningin var „Hvað getur fólk byrjað að gera í dag sem bætir líf þess eftir fimm ár?”
Ekki stóð á svörum, þeim hreinlega ringdi inn. Huffington Post tók saman þau bestu og hér eru topp 10.
1. Æfðu
Og ef þú mögulega getur skaltu æfa á morgnanna. Þetta hjálpar með svo margvíslegum hætti. Hjálpar þér að sofa betur á nóttunni og vera skarpari yfir daginn. Hjálpar þér að vakna á morgnanna og kemur blóðinu af stað. Bætir einbeitingu og dregur úr stressi. Það er svo margt gott sem gerist þegar þú ferð að æfa.
2. Ekki fresta
Hættu að segja „Gerum þetta á morgun,” eða „Ég hef ekki tíma.” Á morgun er ímyndaður staður sem þú ert aldrei á. Þegar fólk segist vilja gera hlutina “á morgun” þá er það í raun að segja, – Ég vil frekar vera löt eða latur og fá svo kvíða og áhyggjur í réttu hlutfalli þegar kemur að því að framkvæma loks hlutina.
3. Hættu að búa til afsakanir
Ef það er eitthvað sem þig langar að gera þá skaltu kýla á það. Ef þú ert ekki að gera það núna þá getur verið að þig langi bara ekki nógu mikið til þess og þar af leiðandi nennirðu því ekki. Gerðu það sem þig langar að gera. Upplifðu eitthvað nýtt. Það er gaman, þú endurnærist og þér líður betur. Ekki vera löt.
4. Lestu bækur
Farðu af netinu og hættu að lesa stuttar og innihaldslausar greinar sem samanstanda af þremur málsgreinum. Lestu frekar eitthva af viti. Það bætir orðaforðann þinn, opnar hugann, þú verður meira skapandi og almennt flottari og áhugaverðari manneskja. Lestu góðar bækur, allskonar bækur.
5. Hafðu 100% á hreinu hvað þú átt og hvað þú skuldar.
6. Sparaðu.
Og gerðu það af hörku. Ekki hlífa þér. Á næstu 10-15 árum muntu þakka sjálfri þér innilega fyrir þetta.
7. Ekki erfa hluti við fólk
Ekki ala á hatri, reiði og gremju. Það tekur bara fullt af orku frá þér að vera reið út í aðra svo slepptu bara tökunum á því. Og ef einhver vekur sífellt þessar tilfinningar innra með þér þá skaltu bara segja bless við þetta fólk. Einfalt.
8. Hlæðu og brostu
Byrjaðu daginn á að kreista fram bros. Það virkar, þetta kemur smátt og smátt. Vertu dugleg að horfa á gamanmyndir og eitthvað fyndið á Youtube. Það er gott og gaman að hlægja. Hættu að taka lífinu of alvarlega. Hlæðu bara. Það er gott.
9. Staldraðu við og hlustaðu á fuglana
Hvíldu þig, reyndu að hlaða batteríin inn á milli. Þú þarft að kunna þetta til að vera í standi til að takast á við lífið. Hvernig sem þú ferð að því skaltu vera dugleg að taka þér “me time” slaka á og njóta þess að vera til.
10. Vertu þakklát
Stundum getur verið erfitt að átta sig á því að maður hefur það í raun mjög gott. Þá er rétt að staldra við og fara yfir það í huganum, hvað er hægt að þakka fyrir, hvað á að þakka fyrir. Býrðu við góða heilsu? Áttu góða vini? Ertu vel menntuð? Með góðar tekjur? Ertu með fallegt hár? Áttu yndisleg börn? Það er svo margt sem er hægt að þakka fyrir og gleðjast yfir.
Reyndu að gera það á hverjum morgni. Prófaðu að skrifa hjá þér amk 3 atriði sem eru góð þegar þú drekkur morgunkaffið. Vittu til, þetta mun bæta lífið. Það mun hvort sem er enda einn daginn svo því ekki að þakka fyrir og vera dugleg að njóta hvers dags?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.