Börnin farin á leikskólann, þvotturinn bíður, leirtauið í vaskinum, húsið á hvolfi, lærdómurinn bíður, hvað skal gera?
Svarið er að forgangsraða. Hvað langar ÞIG virkilega að gera. Langar þig að henda í eina vél eða týna upp skítuga sokka?Kannski langar þig bara að setjast niður og ná andanum eftir morgunlætin? Loksins kyrrð og ró og dásamlegheit.
Við erum samviskusamar og forgangsröðum oft á tíðum fyrir aðra en okkur sjálfar. Úff – þessi gæti nú kannski droppað inn og séð sokkana liggjandi út um allt eins og eftir sokkaslag…. en hvað með það? Húsið mitt er heimili en ekki safn! Hér eru börn að leik og ég vil að þau njóti þess að leika sér án þess að þau séu skömmuð yfir drasli og veseni. Það má alltaf taka til þegar þau eru sofnuð og búin að njóta sín eftir daginn.
Kannski langar þig líka að sökkva þér yfir skólaverkefni sem hefur setið á hakanum í nokkra daga og skilafresturinn að renna út. Það er ótrúlegt hvað verður mikið úr skóladeginum í þögninni og rólegheitunum og kannski langar þig að setjast fyrir framan kassann og horfa á sápuóperu. Þvottavélin getur alveg unnið fyrir laununum sínum á meðan og þvegið (ef það friðar samviskuna). Ef veðrið er gott þá er um að gera að skella sér í góðan göngutúr og njóta þess að fá frískt loft og njóta útiverunnar.
Þó að þú takir einn klukkutíma á dag, viku, mánuði eða hvenær sem er fyrir sjálfa þig þá áttu ekki að skammast þín fyrir það.
Þú verður að njóta þess að vera þú sjálf líka. Það fylgir líkamanum sem þú býrð í að rækta hann og sálin þarf að fá sitt fóður annað slagið líka.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig