Við gleymum okkur oft í amstri dagsins og festumst í okkar rútínu sem getur orðið leiðngjarnt og pirrandi til lengdar.
Hér eru nokkur ráð til að gefa tilverunni smá lit:
1.
Mundu að stokka aðeins upp í þínu daglega lífi, prófaðu eitthvað nýtt og gerðu skemmtilega hluti með fjölskyldunni, sjálfri þér eða makanum.
2.
Mundu að lifa lífinu lifandi, taktu áhættu, ekki sjá eftir því sem þú gerir og veldu skynsamlega það sem þú ætlar að gera.
3.
Elskaðu og láttu þá sem að þú elskar eða þykir vænt um vita af því, við höfum gott af því að fá að heyra það og segja það við aðra.
4.
Allt er gott í hófi- þetta á við um ALLT!
5.
Njóttu þess að eiga gæðastund með fjölskyldunni þinni og komdu þeim á dagatalið hjá ykkur – það kunna allir að meta það að eiga góða fjölskyldustund saman.
…en númer 1, 2 og 3 er að njóta þess að vera til, lífið er yndislegt og hefur uppá svo margt skemmtilegt að bjóða!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig