1. Ekki láta stoltið stöðva þig í því að uppfylla drauma þína.
2. Mundu að engin er fullkomin, ekki þú heldur.
3. Vertu óhrædd/ur að takast á við breytingar í lífi þínu.
4. Hafðu húmor fyrir sjálfri/um þér.
5. Vertu ástfangin.
6. Finndu eitthvað sem fær þig til að skellihlæja á hverjum degi.
7. Borðaðu fimm mismunandi tegundir af ávexti og grænmeti á hverjum degi.
8. Ekki rugla saman ást við kynlíf.
9. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
10. Áður en þú tekur stóra ákvörðun, hugsaðu málið, sofðu á henni og ákveddu þig daginn eftir.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.