Frá því að ég var ung stúlka hef ég hrifist af loft íbúðum svokölluðum bæði í New York og Amsterdam.
Fyrstu nasasjón mína af einni slíkri fékk ég af bíómyndinni Flashdance 1983. Þá var ég unglingur á fullu í dansi eftir að hafa séð myndina dreymdi mig um að eiga heima í vöruhúsi þar sem ég gæti teymt inn hjólið mitt og dansað um án þess að hafa áhyggjur af plássleysi en dansarinn í fyrrnefndri mynd bjó einmitt í þannig draumaíbúð í fyrrnefndri mynd.
Hönnunarteymið Uxus hafa náð að skapa skemmtilega loft íbúð sem sjá má á myndunum. Þessi er staðsett í Amsterdam. Einstaklega vel heppnuð í vali á húsgögnum, æðislegt samspil lita á veggjum og skemmtilega öðruvísi listmunum frá öllum tímabilum sem skreyta íbúðina. Og jú hægt er að dansa um hana… nóg er rýmið.
Smelltu á mynd til að stækka:
http://www.uxusdesign.com/
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.