Kvikmyndin um klámstjörnuna Lindu Lovelace var nýlega frumsýnd á Sundance hátíðinni en þar segir frá klámstjörnu sem varð heimsfræg fyrir leik sinn í mynd sem kallaðist Deep Throat.
Þetta var á áttunda áratug síðustu aldar en mynd þessi gerði víðreist um kvikmyndahús heimsins og Linda varð fræg á einni nóttu. Ævi konunnar þó var enginn dans á rósum en hún eyddi síðustu árum ævinnar í að berjast gegn klámbransanum. Linda lést af slysförum árið 2002, þá 53 ára.
Það er þokkadísin Amanda Seyfreid sem leikur Lindu í myndinni. Í viðtali við The Sun segir hún að hún vissi frá upphafi að þetta ætti ekki að vera kvikmynd um klámstjörnu heldur um samband konu við eiginmann sinn og átökin sem þar eiga sér stað.
Amanda segir jafnframt að bandaríkjamenn séu ekki alveg heiðarlegir þegar kemur að nekt og kynlífi á hvíta tjaldinu því á meðan glittir í eina geirvörtu kippir enginn sér upp við hrikalegar ofbeldissenur.
Amöndu sjálfri finnst kynlíf á skjánum ekki mikið mál því allir stunda hvort sem er kynlíf.
Það verður áhugavert að sjá Amöndu í þessari mynd því flestir þekkja hana úr hinni blásaklausu Abba mynd Mamma mia þar sem hún lék brúðina Sophie.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8SNIC7THA-Q[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.