Slúðurpressan austanhafs og vestan hefur nú talsverðar áhyggjur af henni Amal okkar Clooney. Að sögn heimildarmanna OK hefur hún grennst full mikið upp á síðkastið, eða frá því hún gekk í það heilaga með honum George.
Amal er vel menntaður lögfræðingur og mannréttindasinni en hún er jafnramt ákaflega fögur með mikið tískuvit og skemmtilegan, fjölbreyttan og persónulegan stíl sem við höfum áður fjallað um. Hér eru 35 ástæður þess að Amal er nýtt tísku-icon.
Að sögn kunnugra er Amal mikið í mun að verða ekki svokölluð trophy wife hjartaknúsarans en það er viðurnefni sem ungar, fallegar konur giftar ríkum körlum fá stundum á sig. Með því er átt við að hún sé eiginlega bara „upp á punt“ og ekki eiginlegur jafningi hjartaknúsarans.
Hver maður ætti þó að bæði að sjá og skilja að hún Amal er enginn eftirbátur bónda síns þó síður væri og margir vilja meina að leikarinn og hjartaknúsarinn sé frekar upp á punt á hennar handlegg.

Til að afsanna þennan trophy wife stimil, eða nudda hann af sér, hefur Amal unnið myrkranna á milli í lögfræðinni og mun það vera byrjað að taka sinn toll af frúnni sem hreinlega horast bara upp svo að eftir því er tekið. Þetta vilja þau hjá OK að minnsta kosti meina. Við á Pjattinu vitum auðvitað ekki neitt.





Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.