Alter egó. Ég er ekki ég, ég er er einhver önnur. Það væri draumi líkast að geta breytt ásýnd sinni í smástund. Sjá hvernig fólk tæki mér mér til dæmis sem ljósku eða jafnvel sem Japana?
Ég fór að spá í þetta þegar ég horfði á Egil Sæbjörnsson syngja með svarta hárkollu í Kastljósinu á dögunum. Hann minnti mig á íslenskan David Bowie, karlmann sem fer í gervi, stígur á svið stífmálaður og fær frelsi til að leika annað hlutverk í nokkur augnablik.
Ég hef unnið við sölustörf. Einu sinni kom til mín maður, flugmaður svo ég sé nákvæm. Hann var að leita að jakkafötum og áttu þau að uppfylla tvenn skilyrði: Tolla í tískunni næstu fimmtán árin og hafa þrjá hnappa. Hvorki færri né fleiri!
„Af hverju viltu þríhneppt?“ Spurði ég forvitin, og líka af því að búðin var stútfull af jakkafötum – og öll voru þau tvíhneppt!
„Ég er svo vanur einkennisbúningnum mínum, og hann er þríhnepptur,“ var svarið. Sölumaðurinn benti manninum snarlega á að tvíhneppt væri þess vegna borðliggjandi fyrir fínu FRÍtíma-jakkafötin þríhneppta flugmannsins. Í þeim gæti hann sannarlega fílað sig sem flottan gaur í fríi, ekki sem flugmann á vakt. Dottið í annan karakter… allt þessum fínu tvíhnepptu að þakka!
Stundum reyni ég að breyta mér svipað og flugmaðurinn. Um daginn ákvað ég til dæmis að fá mér hunangsgelneglur. Ég datt inn í aðra konu fyrir vikið. Sú var með ákaflega fallegar hendur og langa fingur, öllu kvenlegri en venjulega Gigi. Mér fannst pínulítið eins og þetta væri ekki ég, en svo vandist þetta furðu fljótt og ég hlakkaði ógurlega mikið til að fara á djammið um helgar með þessar ofsalega fínu hendur. Mér fannst eins og ég væri að performera, eins og leikar á sviði.
Svona til gamans vil ég líka benda ykkur pjattrófum á að í nýjustu mynd sinni leikur Angelina Jolie njósnara sem leikur tveimur skjöldum og skiptir einnig ört um gervi. Hún er ljóshærð og dökkhærð til skiptis, mér dettur í hug að næsta útspil frá mér hér á klakanum verði eitthvað svipað, að svissa úr brunette yfir í ljósku. Þá fyrst verður nú fjör á næturgaleiðunni: Með hunangsgelneglur og líka ljósa lokka. Sem sé dökkhærð kona í dulargervi.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.