Solange Knowles, systir Beyoncé Knowles, gekk að eiga unnusta sinn Alan Ferguson um helgina.
Nokkur atriði varðandi giftinguna hafa verið til umfjöllunar nú þegar myndir og myndbönd eru komin í dreyfingu. Athöfnin sjálf var á sunnudaginn en á laugardeginum hélt parið fyrir-partý og bauð gestum í bíó.
Hvítklæddir veislugestir
Í fyrsta lagi voru allir veislugestir klæddir í hvítt. Það hafa margir fylgt í fótspor Kate og Pippu og klætt fleiri en brúðina í hvítt á stóra daginn. Það er þó sjaldséð að allir veislugestir séu hvítklæddir frá toppi til táar.
Hjólað í kirkjuna
Hjónaleysin hjóluðu saman í athöfnina. Engin hjátrú með það að það sé ólukkulegt að sjá hvort annað áður en komið er að athöfn.
Fyrst samfestingur, síðan síðkjóll
Við komuna í kirkjuna klæddist Solange kremlituðum samfesting sem hannaður var af Stephane Rolland. Fyrir athöfnina skipti hún síðan um klæðnað og klæddist skósíðum, hvítum kjól frá Humberto Leon fyrir Kenzo.
Eftir athöfn var svo haldin brúðkaupsveisla sem líklega hefur verið heldur betur lífleg þar sem meðal annars var dans battle milli brúður og sonar. Knowles klæddist þar þriðja hvíta dressi dagsins.
Eins litríkur karakter og Solange er þá hefði ég búist við litríkari brúðkaupi. Brúðkaupið fær þó toppeinkunn frá mér af þessum myndum að dæma, frumlegt og stílhreint. Sjáðu fleiri myndir frá brúðkaupshelginni hér að neðan…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com