Þegar það er stormur og stórhríð úti þá er um að gera að hafa fallegt og hlýlegt inni hjá sér. Heimilisplöntur eru ódýr og góð leið til að létta lundina og hafa þær mjög jákvæð áhrif á okkur andlega og líkamlega.
Það eru til margar fallegar plöntur sem auðvelt er að hugsa um en gera gæfu muninn inni á heimilinu. Ég setti niður litlar fallegar plöntur í gamlan vasa og kertastjaka sem ég átti til og er ég mjög ánægð með afraksturinn. Aðferðin gæti hreinlega ekki verið einfaldari.
Þessar plöntur, og margar fleiri, eiga það sameiginlegt að vera nánast ódrepandi og þeim fylgja margir aðrir kostir. Þar á meðal má nefna að plöntur
- hreinsa loftið á náttúrulegan hátt
- hafa róandi áhrif á fólk
- lækka blóðþrýsting
- auka framleiðslugetu
- auka jákvæðni
- og svo eru þær einfaldlega fallegar.
Hér er flott infograph um jákvæð áhrif heimilisplantna.
Hér er svo hægt að fá fleiri hugmyndir um fallegar plöntur sem auðvelt er að hugsa um.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.