Af engri sérstakri ástæðu þá er hérna samantekt yfir allskonar skemmtilegar týpur sem talsmönnum Pjatt.is þykja töff og skemmtilegar en flestar eiga það sameiginlegt að hafa vakið mikinn fögnuð í menningarheimi samkynhneigðra (gay culture) og sum, eins og t.d. Donna Summer og Mae West, hafa öðlast þann status að vera skilgreindar sem „gay icons“.
ANDY WARHOL
Af því hann var frábær og framsýnn á ótal levelum enda talinn einn mesti listamaður sem lifað hefur. Honum eru gerð góð skil í nýrri heimildarmynd sem hún er hægt að sjá á Netflix en í henni var gervigreind notuð til að líkja eftir rödd listamannsins. Hér er hann með vinkonu sinni Edie Sedgwick í spjallþætti árið 1965.
Spandex
Af því það glansar stundum fallega og er gleðilegt og það er auðvelt að dansa í spandexi. Og af því Kate Bush keypti mikið af því og það fór henni mjög vel. Spandex mætti alveg vera með kombakk sem fyrst.
Freddie Mercury
Af því hann var dásamlegur performer og endalaust flottur náungi með stórkostlega, magnaða og dásamlega rödd. Adam Lambert sótti mikinn innblástur til hans enda var Freddie Mercury svo sannarlega algjört QUEEN!
Anthony (and the Johnsons)
Af því hann er angurvær og dásamlega ofhlaðin tilfinningavera sem syngur skrítin lög. Hann sló alveg í gegn fyrir rúmum tíu árum en hefur síðan verið meira undir radarnum. Hér má sjá hann flytja lagið Hope there’s someone.
Gloria GAYnor
Af því hún söng I WILL SURVIVE sem hefur veitt þúsundum kvenna (og homma) innblástur til að koma sér út úr lélegum samböndum og ljótum skápum.
Dusty Springfield
Af því hún söng svo seiðandi og fallega um son prestsins… en hafði samt meiri áhuga á mömmu hans.
GALDRAKARLINN Í OZ
Af því Dorothy átti svo fallega skó og vissi að fallegir skór SKIPTA MÁLI!
MAE WEST
Af því það hefur aldrei, hvorki fyrr né síðar, fæðst meiri diva en hún. Ef Andy Warhol var framsýnn þá var hún fram, fram, framsýn. Uppistandari og fyrsta konan sem tók skrefið lengra með klúra brandara. Hér eru nokkrir góðir.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.