Hún stendur á veröndinni ljóshærð og nett með hvítan hund í fanginu, klædd hvítum kjól og bleikum vaðstígvélum…
NY Times fjallaði um heimili hennar, já því kofinn er hennar heimili og hún gerði hann sjálf upp.
Hjónin misstu allt sitt og búa líka saman í gömlu hjólhýsi frá 1971 en hann hefur aldrei gist í veiðikofanum þar sem hann kemst ekki upp stigann vegna bakmeiðsla.
Hún tók sig hinsvegar til og lét drauminn um sitt eigið afdrep rætast enda þröngt á þingi í gamla hjólhýsinu.
Hún gerði upp gamlan veiðikofa og borgaði í það heila um 360,000 krónur í endurbætur. Ljósakrónur, spegla og annað dót fann hún til á mörkuðum fyrir lítin pening…
Mér finnst veiðikofinn ææævintýralega sætur, stelpulegur, svefnloftið rómó og allt frekar kósý!
Til að lesa allt viðtalið þá er hér linkur á grein úr NY Times.
Bloggið hennar Söndru Foster: http://myshabbystreamsidestudio.blogspot.com
/Myndir: Trevor Tondro
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.