Hún heitir Alexandra Sif Nikulásdóttir en er alltaf kölluð Ale. Hún er 25 ára og starfar sem fjarþjálfari hjá Betri Árangri ásamt því að verða förðunarfræðingur.
Ale segir líf sitt hafa tekið miklum breytingum árið 2010 en þá var hún með þeim var með fyrstu sem skráðu sig í þjálfun hjá Katrínu Evu og þjálfun hennar Betri Árangri:
“Ég var lítil hokin spaghettíreim með stefnuna á að keppa í módelfitness. Síðan þá hafa hlutirnir heldur betur breyst og sit ég nú hinumegin við skjáinn og kenni hollan og heilbrigðan lífsstíl ásamt Katrínu Evu sem er orðin mín besta vinkona,” segir Ale kát í bragði.
“Frá 2010 hef ég náð miklum breytingum og bætingum með líkamsformið og farið úr spaghettireim í það að verða algjör ræktardurgur. Það hefur svo sannarlega verið stöðug en skemmtileg vinna og byrjaði ég til að mynda í módelfitness en færði mig svo upp um flokk, yfir í fitness sem krefst meiri vöðvamassa,” segir Ale en sem stendur er hún í pásu frá öllum keppnum og óviss með framhaldið þar sem báðir flokkarnir heilla hana mikið og hún segist sönn keppniskona.
“Ég elska það sem ég geri, að kenna öðrum það sem ég hef lært.
Það er virkilega ómetanlegt að eiga hlut í bætingum annara, bæði andlega og líkamlega. Mér þykir því einstaklega vænt um vinnuna mína og þær sem eru í þjálfun hjá okkur,” segir hún en dembum okkur hér í spurt og svarað… hvað gerir þessi skvísa til að halda sér svona flottri?
Fyrst og fremst lifi ég mjög hollum og heilbrigðum lífsstíl, sem ég kenni svo í þjálfuninni minni og Katrínar Evu (www.betriarangur.is).
Það geri ég með því að borða hollt og vel samhliða hreyfingu. Fyrir mig hefur það ekki einungis áhrif líkamlega heldur andlega heilsu að hreyfa mig og borða hollt.
Hvar ertu að æfa og hversu oft í viku?
Ég æfi yfirleitt í World Class Laugum með systur minni, þangað mætum við ferskar á svæðið sirka fimm til sex sinnum í viku.
Við lyftum fimm daga vikunnar og bætum einstaka sinnum við einni morgunbrennslu þegar við erum í fíling.
Hverju finnst þér auðvelt að sleppa úr mataræðinu og hvað gætirðu aldrei gefið upp á bátinn?
Mér finnst mjög auðvelt að sleppa mjög sveittum mat, ég elska hollan og hreinan mat og borða hann þá frekar í miklu magni en ég gæti aldrei gefið upp Vesturbæjarís, Kornflex og súkkulaði… og gæti heldur ekki gert upp á milli.
Hvað færðu þér í morgunmat?
Ég er alveg forfallinn Kornflex fíkill og grínast oft með systur minni að við þurfum að stofna Kornflex anonymous.
Þá eru það yfirleitt tvö kombó sem standa til boða… annað er með Kornflexi, rúsínum og Létt Ab mjólk en hitt Kornflex og fjörmjólk.
En á milli mála?
Á millimála eru flatkökur í miklu uppáhaldi, skyr, Hámark, döðlur og svo er bara allur gangur á þessu. Er alltaf að prufa mig áfram og finna nýjar spennandi uppskriftir sem ég deili svo með öðrum í albúmi á Facebook síðunni minni.
Hér er ein góð uppskrift sem mér finnst oft geta komið í staðin fyrir sætinda ‘cravings’. Þetta fæ ég mér fyrir æfingar þar sem þetta er orkuríkt millimál, þannig get ég tekið vel á því.
Þú þarft tvær ferskar döðlur, hnetusmjör (finnst hnetusmjörið frá H.Berg best) og banana. Skerð döðlurnar niður miðjuna, setur sitthvora teskeiðina af hnetusmjörinu á milli og svo bananaskífu ofan á báðar döðlurnar.
Skiptir máli að vera töff í ræktinni? Áttu þér uppáhalds línu í íþróttafötum?
Mér finnst persónulega mjög gaman að dressa mig upp fyrir æfingar þar sem ég eyði mjög miklum tíma í ræktini og svo erbara skemmtilegra að taka á því þegar maður lítur vel út. Ég kaupi flest öll íþróttafötin mín frá Under Armour, þau eru bæði með mjög flotta liti og hugsunin á bakvið klæðnaðinn er til fyrirmyndar, þannig að hann sé þægilegur í notkun. Inn á milli er ég svo að kaupa mér litríka boli sem ég finn hér og þar.
Nefndu eina konu eða karl í heilsugeiranum sem þér finnst frábær fyrirmynd.
Mér finnst Nicole Wilkins sem er margverðlaunaður Figure keppandi í Bandaríkjunum mjög flott fyrirmynd.
Figure er sem sagt eins og fitnessflokkurinn hér heima. Hún er með Facebook síðu sem mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með bæði fyrir hvatningu og lærdóm.
Hvort ertu meira fyrir jóga og lífrænan lífsstíl eða lyftingar og próteinsjeika?
Ég verð að segja að ég sé sannur ræktardurgur og því lyftingarnar sem heilla mig.
Hvað mataræðið varðar þá er þetta eins og ég sagði fyrir ofan hollur og góður lífsstíll, ég hugsa fyrst og fremst um að fá öll prótein og næringu úr fæðunni og svo nota ég próteinsjeikana með sem viðbót fyrir aukinn árangur.
Hvaða æfingar finnst þér skemmtilegastar.
Það er mjög mismunandi eftir tímabilum, fyrst um sinn voru það allar handaæfingar þar sem mitt markmið var að stækka hendurnar og efri líkama.
Nú eru það hinsvegar allar æfingar sem leggja áherslu á hamstrings og glutes í miklu uppáhaldi.
Tekurðu þér frí frá æfingum?
Já, það geri ég enda tel ég það MJÖG mikilvægt atriði til þess að ná árangri með formið. Líkaminn þarf alltaf einn til tvo daga til að vinna úr erfiði vikunnar. Þegar ég er í keppnisundirbúningi eru það t.d. dagarnir sem hafa mestu áhrifin á undirbúningin.
Hvaða markmiði ætlarðu næst að ná?
Ég hef ekki alveg fest það niður, mitt markmið er að vísu fyrst og fremst að vera í formi allan ársins hring en svo er alltaf skemmtilegra að hafa einhverja stærri gulrót til að stefna að, ég er svolítið á milli flokka núna og ætla gefa mér góðan tíma í að ákveða í hverju ég keppi næst og hvenær.
Ég ákvað að taka mér smá pásu frá keppnum þar sem ég hef keppt á rúmlega 11 mótum seinustu þrjú ár með tilheyrandi bætingum og niðurskurði. Þannig það verður að koma í ljós!
Facebook: facebook.com/betriale
Blogg: alesif.blogspot.com
Instagram: instagram.is/alesif
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.