Pjatt.is skrifaði fyrir skemmstu um að von væri á hinum eldheita Alexander Skårsgard til landsins þar sem hann ætlaði að ganga á fjöll.
Við höfðum í hyggju að raða okkur undir helstu fjöll landsins, skipta liði og láta kynsystur vita þegar til hans sæist en útsendari okkar fékk fréttir af drengnum fyrir vestan um helgina.
Þar mætti hann eins og ekkert væri inn á veitingastaðinn Tjöruhúsið og fékk sér í svanginn þar sem hin vestfirska Elísabet Traustadóttir kom auga á kappann og fékk mynd af sér með honum. Á Facebook sinni segist hún varla hafa komið upp orði. Eða með hennar orðum:
Ég skalf svo mikið að ég gat bara sagt ,, Hi, i’m a big fan”
Við höfum líka heyrt að hann sé jafnvel fegurri í eigin persónu heldur en á skjánum en margar urðu svo heppnar að sjá hann síðar um kvöldið þar sem hann fór og djammaði á Húsinu ásamt vestfirsku alþýðufólki.
Svo bara að bíða og sjá hvort við fáum ekki frekari fréttir af þessu undursamlega sænska vampírukyntrölli. HÉR er risa myndasafn með honum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.