Ég heyrði fyrst um Alexander McQueen þegar Sæunn* vinkona mín starfaði sem praktíkant hjá honum í London (* átti trilogiu á laugavegi).
Síðan hef ég alltaf sperrt augu og eyru þegar nafn hans ber á góma enda fáránlega svalur hönnuður.
Hér má sjá brot af haustinu frá Alexander McQueen og það gleður mig ósegjanlega mikið að sjá áhersluna sem er komin á 40’s-50’s glamúrinn góða. Mitti, herðar og púff. Divine kvenlegt og elegant. Svo er alltaf ljúft að sjá pelsa, fjaðrir og leður á kisustígnum en tilvísun til dýra og ævintýra er aldrei langt undan þegar McQueen er annars vegar.
-N’joy!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.