Alexander McQueen er farinn og tískuheimurinn syrgir mikinn listamann…
…Meðan margir fatahönnuðir láta glepjast af markaðsetningu, vilja græða sem mest og fara hanna föt í safe flokki, var Alexander ávallt óhræddur við að feta nýjar slóðir.
Hann hannaði hvert meistaraverkið á fætur öðru, sem fór misvel ofan í gagnrýnendur sem bæði hlógu, grétu og klöppuðu til skiptis.
Það var aldrei hægt að vita við hverju var að búast úr næstu línu, hann fylgdi ekki straumnum heldur fór eigin leiðir og skapaði ævintýraheim.
Einn hæfileikaríkasti tískuhönnuður okkar tíma er farinn og við munum sakna hans.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.