Ég verð að viðurkenna að ég er alveg sjúk í góð krem og þá helst andlitskrem
En… ég hef gleymt að hugsa um hendurnar og nauðsyn þess að halda húðinni þar mjúkri og nærðri.
Á veturnar og þá sér í lagi hérna á Íslandi verður húðin fyrir miklu vökvatapi því hana vantar raka. Við notum auðvitað flest öll hendurnar ansi mikið í hinum daglegu störfum.
Til dæmis þá þvæ ég mér ansi oft um hendurnar með sápu á dag, því ég er alveg þvottasjúk kona, ég vaska líka upp eftir kvöldmatinn, þvæ föt í þvottavélinni og skelli í þurrkarann og ver hendur mínar sjaldan með hönskum þegar ég fer út í frostið, rokið eða rigninguna.
Þegar ég fór svo í leirnám til að læra að móta og renna leir fóru hendurnar mínar að kvarta! Þá kom í ljós þurrkur og mér leið eins og hendurnar á mér væru að skrælna fyrir framan mig. Ekki góð tilfinning það!
Svo ég fór á stúfana við að finna eitthvað gott krem til að bjarga húðinni á höndunum mínum.
Fyrir valinu var krem frá Alessandro sem heitir NICE DAY og er sérstaklega gott fyrir þurra húð. Kremið inniheldur mikið af próteini og makkadamíu olíu sem hefur þá eiginleika að styrkja og mýkja upp húð sem er þurr og skemmd.
Samviskusamlega hef ég borið kremið á mig eftir hvern handþvott og munurinn á höndunum er ótrúlegur. Á ekki nema örfáum dögum hefur húðin orðið mjúk og laus við þurrk og sigg. Líðanin er miklu betri því mér líður ekki lengur eins og hendurnar á mér séu 10 árum eldri en ég sjálf.
Kremið kemur í fallegri túpu sem er vel drjúg og endist vel. Lyktin af kreminu (já það skiptir miklu máli) er mjög mild og alls ekki yfirgnæfandi og þung, heldur létt og mild. Kremið virkar samtímis og það er borið á húðina og húðin heldur sér mjúkri um góðan tíma. Auðvitað þurfti ég að bera oftar á mig fyrstu vikuna því húðin var orðin mjög þurr og leiðinleg en í dag en nóg að bera kremið á mig einu sinni á dag til að halda höndunum mjúkum og ferskum.
Algjör dásemd frá snillingunum í nagla liðinu hans Alessandro, sannkallað SPA fyrir hendurnar! Love it!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.