Í tilefni af Hrekkjavöku-gleði sem haldin var seinustu helgi ákvað ég að láta farða mig í fantasíu útliti hjá Sollu og Eddu í Airbrush og make-up skólanum í Bæjarlindinni – útkoman var hreint út sagt stórkostleg.
Sniðugt fyrir árshátíðir, brúðkaup eða bara skemmtilegt kvöld á djamminu.
Ég hef nokkrum sinnum farið og látið mála mig með airbrush hjá þeim fyrir sérstök tilefni eins og t.d. brúðkaup og árshátíðir (þá er ég að meina almenna förðun ekki fantasíuförðun) . Ákveðnir viðburði sem eru að fara standa yfir í marga klukkutíma og maður vil ekki þurfa að vera endalaust að tékka hvort að maður sé í lagi í framan.
Airbrush farðinn er fisléttur, fallegur og helst vel á. Það eina sem maður þarf sjálfur að gera eftir hafa farið í svona förðun er að setja á sig varalit eða gloss. Annars ertu tilbúin, gordjöss allt kvöldið. Svo er ekkert má að þvo sér í framan eftir á, bara þvottapoki, volgt vatn og smá mild andlitssápa eða hreinsiklútar.
Hér má sjá sitthvorn vangann á minni fantasíuförðun.
Persónulega finnst mér miklu skemmtilegra að fara í svona förðun, frekar en að fara í búningabúð og kaupa rándýran búning. Andlitið er svo mikill búningur, ég var með málningu niður allan hálsinn og bringuna. Flottur svartur kokteilkjóll er flott við þetta og þú tilbúin til að fara út í Hrekkjavökunóttina.
Eins og er eru skvísurnar uppí Airbrush & make up School að taka við tímabókunum fyrir næstu helgi, við erum svo heppin að fá tvær Halloween helgar þetta árið svo það er um að gera að bóka í tæka tíð áður en allt fyllist.
Airbrus & Make up School er staðsettur í Bæjarlind 14- 16 og pöntunarsíminn er 565-6767.
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.