Þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára gömul þá er Antonía Lárusdóttir með ótrúlega næmt auga fyrir skemmtilegu myndefni. Hún tekur mjög líflegar ljósmyndir og gætu einhverjar þeirra verið úr erlendum tískutímaritum.
Antonía er með sérstakan og verulega flottan stíl, ég er viss um að hún á eftir að vekja athygli síðar meir. Hún hefur mikinn áhuga á tísku og tískuljósmyndun og langar að starfa við þann bransa í framtíðinni. Antonía hefur tekið margar myndir af vinkonum sínum sem þykir gaman að módelast meðan henni þykir gaman að æfa sig og taka myndirnar.
Ég hlakka til að sjá meira af þessari hæfileikaríku ungu stúlku í nánustu framtíð.
Hvenær byrjaði áhugi þinn á ljósmyndun? Áhugi minn byrjaði reyndar bara fyrir stuttu síðan. Heba vinkona mín tók mig í myndatöku síðasta sumar og ég varð strax hrifin.Til að byrja með tók ég bara myndavélina með allstaðar og tók myndir af lífinu mínu en svo er ég búin að þróa þetta síðan.
Hvaða myndavél ertu með og hvaða tækni notarðu? Ég er reynar búin að stela myndavél mömmu minnar en plana að fá mína eigin, myndavélin sem ég nota er Canon EOS 400D. Ég er búin að vera að þróa mér nýja tækni við að taka myndir en það fyndna er að ég nota mest ó-pro forrit til að edita myndirnar sem kemur samt alveg vel út.
Hvert er uppáhalds myndefni þitt? Ég er alveg búin að finna mér ástríðu í þessu og ég verð að segja að portrait myndir eru skemmtilegastar, ég hef líka svo mikin áhuga á öllu á bakvið þannig myndatökur farða, stílista og þannig.
Hvað langar þig til að gera þegar þú verður stór? Ég er að stefna í að verða annaðhvort ljósmyndari fyrir eitthvað tímarit úti í heimi eða að stílisera á bakvið myndatökurnar, ég er alveg föst á að þetta er það sem mig langar að gera í framtíðinni.
Hvaða snyrtivörur notar þú? Mac Mac Mac Ég er að byggja upp mitt litla collection af MAC snyrtivörum sem er mjög gaman, hef ofuráhuga á snyrtivörum!
Hver er uppáhaldsfatabúðin þín? Fötin sem ég geng í eru 80% eitthvað sem ég stel úr skápnum hennar ömmu Láru og 10% sem mamma á en ef ég versla föt, vel ég föt sem eru mjög óhugsanlega sjást á annarri manneskju, svo að vintage föt verða oft fyrir valinu. En engin stelpa getur staðist þá freistingu að versla í Topshop.
Hvað þykir þér skemmtilegast að gera? Taka myndir, farða, spjalla, borða, naglalakka mig, sofa, versla og að vera með bestu vinkonum mínum Ingeborg , Apríl og Theu!
Ertu pjattrófa? Algjör ! pjattrófa ♥ og ELSKA bloggið ykkar!!
Fleiri myndir eftir Antoníu er að finna á http://www.flickr.com//photos/antonialarusdottir/
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.