Breska fyrirsætan og söngkonan Agyness Deyn hefur heldur betur skipt um gír en hún sem er þekkt fyrir aflitaða “trademark” hárið sitt hefur látið lita það svart og er búin að fá sér 70’s súpuskálaklippingu.
Hún leit ógeðslega vel út á frumsýningu myndarinnar um Coco Chanel í New York í gær og ekki annað hægt að segja en að nýja lúkkið fari henni virkilega vel. Mér finnst þessi peysa sem hún er í alveg fáránlega kúl. Langar í hana. Agyness er flott… fær fullt hús og pjattrófuklapplið með á eftir sér hvert sem hún fer. Hún er okkar maður.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.