Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona stóð upp og gekk út í beinni útsendingu meðan Reykjavíkurdætur höfðu sig í frammi hjá Gísla Marteini í gær.
Þær voru lokaatriðið í þættinum Vikan með Gísla Marteini. Tróðu upp með lag sem þær kalla Ógeðsleag nett, sveifluðu gervilimum, beruðu sig, sungu mjög dónalegan texta og voru ákaflega dólgslegar.
Á Twitter tístir fólk í báðar áttir undir myllumerkinu #vikan. Það stendur með Ágústu sem stóð með sjálfri sér og stóð upp þar sem henni mislíkaði mjög uppákoman. Aðrir tala um að hún hefði nú sjálf verið með læti í gervi Silvíu Nætur og ætti því að skilja svona ‘performans‘. Semsagt, sitt sýnist hverjum.

En hvað finnst lesendum Pjatt.is? Hefðir þú staðið upp ef hópur af fólki hefði mætt með grófan texta og gervilimi og sveiflað sér utan í þig í beinni útsendingu eða hefðir þú tekið þátt í þessum gerningi í nafni feminisma og dansað með? Á meðfylgjandi myndbandi má horfa á atriðið og ljóst er að leikkonunni knáu er ekki skemmt.
[poll id=“77″]

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.