Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir og löggan hennar og sambýlismaður hann Jón Viðar Arnþórsson eru ólétt og eiga von á litlu kríli í lok júlí.
Það kom ekki á óvart að Ágústa hafi heillast af Jóni Viðari enda er hann alvöru karlmaður með svipuð áhugamál og konan sjálf en þess má geta að Jón Viðar er formaður bardagaíþróttafélagsins Mjölnis og starfar fyrir lögregluna á ýmsum sviðum.
Jón Viðar og Ágústa kynntust fyrir rúmum þremur árum þegar hún byrjaði að æfa hjá honum í Mjölni og hefur vináttan heldur betur undið upp á sig því nú hafa þau verið saman í ríflega eitt ár og búa saman í vesturbænum.
“Frá því ég var krakki hef ég alltaf haft brennandi áhuga á aksjóni t.d. njósnum, eldingum, sprengingum og að koma fólki til bjargar. Ef ekki væri fyrir starfið sem ég valdi mér þá gæti ég vel hugsað mér að vera rannsóknarlögga,” sagði Ágústa þegar ég bjallaði í hana áðan.
Og nú á hún von á litlu kríli með löggunni sinni í júlí. Eflaust litlum ljónsunga en sjálf á Ágústa afmæli þann 28 júlí og barnið er sett á 31. júlí.
Pjattrófurnar óska báðum til hamingju með barnið sem væntanlega verður bráðfyndin snillingur sem kann að berja frá sér, sprengja, bjarga fólki og stríða því.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.