Agnes Björt er 22 ára söngkona í hinnu vinsælu hljómsveit Sykur, auk þess sem hún stendur vaktina í Fatamarkaði Spúútnik.
Þessi hæfileikaríka stúlka hefur vakið mikla eftirtekt, ekki bara fyrir frábæra rödd og sviðsframkomu heldur magnaðan fatastíl sem má teljast á köflum ævintýralegur. Pjattið mátti til með að spyrja Agnesi út í stílinn og þær hugrenningar sem hún hefur um tísku.
Hvað er tíska fyrir þér? Tíska er ákveðin tjáningarmynd þar sem þú getur tjáð þig með því að blanda saman hinum ýmsu fötum. Ég klæði mig mismunandi eftir skapi og á það til að blanda smá cosplay (þ.e. útlitið er í anda persónu úr teiknimyndaseríu, bíómynd o.s.frv.) inn í daglega lífið mitt. Ég klæði mig eftir karakterum sem mig langar til að vera frá degi til dags.
Hvaða hönnuðir eru í eftirlæti hjá þér? Ég fylgist ekki mikið með hönnuðum en uppáhalds íslenski hönnuðurinn minn er Ziska.
Eftirminnilegt tískuslys? Það er gott að ég þorði að vera eins og ég vildi. Ég lít ekki á neitt sem “fashion fail” ég klæði mig í takt við hvernig mér líður eða langar til að líða.
Hvar kaupirðu helst föt? Ég kaupi fötin mín í Fatamarkaðinum við Hlemm, second-hand búðum og stórum keðjum erlendis. Svo er ég spennt fyrir búðinni Kassettu á Laugarveginum, þar er hægt að finna ýmislegt flott!
Uppáhalds flíkin núna? Ég ætla að svindla og segja að skór séu flík. Ég var að kaupa mér svarta þykkbotna hæla, þeir eru rosalega flottir og þægilegir, ég er alltaf í þeim!
Must have í fataskápinn? Hvítur hlýrabolur. Góður til að henda sér í því hann passar við nánast allt og er góður til að eiga undir aðrar flíkur.
Mesta persónulega fashion fail hjá þér? Þegar ég fletti í gegnum gamlar myndir þá voru ýmis tímabil þar sem maður var ekki eins klæddur og maður vill vera í dag. Það er gott að ég þorði að vera eins og ég vildi. Ég lít ekki á neitt sem “fashion fail”, ég vildi klæðast því sem ég klæddist því af mér leið á einhvern ákveðin hátt.
Hvaða trend finnst þér flottast nú í haust? Ég hef ekki kynnt mér það sem “kemur í tísku” í haust en ég gæti trúað að vínrauður komi sterkur inn með hausti/vetri – sem ég fíla vel.
Uppáhalds snyrtivaran í dag? Nýlega fékk ég nude varalit frá Mac í afmælisgjöf frá vinum mínum og það er uppáhalds snyrtivaran mín í dag.
Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur ? Studio Fix Mac púður.
Galdurinn að góðu útliti? Drekka vatn og vera jákvæð.
Uppáhalds tísku Icon? Það eru rosalega margir sem klæða sig mjög vel! En annars á ég ekkert ákveðið tísku Icon, ég lít upp til þeirra sem eru þeir sjálfir og þora að leyfa sér að þroskast.
Versta tímabil tískusögunnar? Það fer eftir því hvernig á það er litið en útfrá því að talað sé um 60’s 70’s 80’s þá finnst mér versta tímabilið vera 80’s.
En besta? 20’s árin
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.