Þegar ég fann lyktina af Antidote frá þeim Viktor og Rolf flaug mér í hug hvort það hefðu margir íðilfagrir, hreinir sveinar þurft að láta lífið svo að það mætti skapa þennan ilm. Hann er nánast himneskur. Er kominn á listann með Guerlain lyktinni fyrir stráka.
Flaskan er mjög falleg, elegant og klassísk og lyktin, ef maður á að útskýra hana… er einskonar rómantísk, austræn, þung en samt hógvær. Sumir hafa líkt þessum ilm við Envy frá Gucci og Jungle frá Kenzo.
Veit ekki hvar maður kaupir Antidote eða hvað það kostar en væri alveg til í að fá smá upplýsingar um það.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.
3 comments
Hvar ætli maður geti smakkað lyktina á netinu? Hihihi.
Antidote fæst í Debenhams 125 ml aftershave á 5290,- kr og 40 ml Eau de toilette á 5290,- og 75 ml á 6290,-
Takk fyrir þetta Vala! 🙂