Fyrra kvöldið af undankeppni Eurovision er í kvöld og stíga þá herrarnir okkar “Vinir Sjonna” á svið og eiga vafalaust eftir að vera langflottastir!
Þeir verða klæddir í föt frá hönnuðinum Guðrúnu Rögnu Sigurjónsdóttur og það eina sem gefið hefur verið upp er að klæðnaður þeirra verður litríkur og blanda af lopapeysum og fínni fatnaði.
Trommarinn situr á hnakki sem var í eigu Sjonna Brink og við gerum ráð fyrir að sviðsmyndin verði í svipuðum stíl.
Hvort klæðnaður þeirra verður jafn ógleymanlegur og rauði kjóllinn Siggu, leðurdress Palla, skrautlegi búningurinn sem Silvía Nótt var í og ennisböndin sem Stebbi og Eyfi voru með veit ég ekki en flottir verða þeir!
Í minni fjölskyldu hittumst við alltaf og horfum á Eurovision saman, borðum góðan mat og hlægjum og skemmtum okkur, hvort sem Ísland kemst áfram eða ekki. Vinir Sjonna verða fjórtándu á svið í kvöld og útsending hefst klukkan 19:00.
Góða skemmtun og áfram Ísland!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.