Það er misjafnt hvernig fólk hefur unnið sér til frægðar í Hollywood, sumir eru frægir fyrir nánast ekkert á meðan aðrir leggja hörkuvinnu á sig og eru frægir fyrir það, hér eru nokkur afmælisbörn dagsins í dag……
JJ Abrams er framleiðandi og leikstjóri í Hollywood, hann komst rækilega á kortið með kvikynd sinni Super 8 fyrir ekki svo löngu síðan, kappinn er 46 ára gamall í dag.
Khloe Kardashian ættu nú flestir sem fylgjast með slúðri eða raunveruleikaþáttum að kannast við en daman fagnar 28 ára afmælisdegi sínum í dag.
Vera Wang er 63 ára í dag, það er óhætt að segja að hún tróni á toppnum yfir brúðarkjólahönnuði -enda eru kjólarnir hennar guðdómlegir!
Ed Westwick er aðdáendum Gossip Girl góðkunnur, þessi sykurpúði er 25 ára gamall í dag.
Tobey Maguire hefur lengi verið áberandi Hollywood stjarna enda fór hann á kostum sem kóngulóarmaðurinn hér fyrir einhverju síðan, hann er 37 ára í dag.
Við óskum þeim innilega til hamingju með daginn!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig