Það eru örugglega margir sem að hata þetta trend, en mér finnst það stundum flott…bara stundum.
Aflitaða augabrúnatrendið var mjög áberandi á tískupöllunum fyrir vor/sumar 2010, þá voru augabrúnir módelanna aflitaðar þannig að þær urðu nánast ósýnilegar.
Þetta sást í sýningum Prada, Nina Ricci, Jonatan Saunders, Givenchy, Bottega Veneta, Iceberg og Lanvin. Eftir sýningarnar bauðst svo módelunum að lita augabrúnir sínar til baka en sumar voru svo ánægðar með nýja litin og héldu þeim aflituðum en þannig hefur þetta trend náð ágætum vinsældum.
Ef einhvern langar að prófa þetta þá er hægt að kaupa aflitunarefni í apótekum sem er sérstaklega fyrir andlitið og ef eitthvað misheppnast þá er ekkert mál að dekkja þær aftur.
Er þetta kanski bara rugl?
.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.