Armina Ilea er tuttugu og fjögurra ára tískubloggari, Rúmeni sem starfsframa sins vegna , flutti búferlum mun rær norðurpólnum en hana hefði nokkru sinni grunað.
Hún heldur úti blogginu: brilliantforbrunch.com þar sem hún fjallar um tísku og stíl og það sem vekur henna andagift í daglega lífinu.
Armina rekur ættir sínar til Rúmanska aðalsins og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á þeirri fagurfræði og gildum sem þar hafa verið við líði. Hún rekur áhuga sinn á tísku og stíl til samskipta hennar við ömmu sína sem var dama að hætti rúmanska aðalsinns og var sú gamla óspör á uppeldisleg ráð og leiðbeiningar til handa hinni ungu Arminu en saman hlustuðu þær á Tchaikovski and Beethoven og töluðu um sterkar konur með stíl.
Armina sem er fædd og uppalin í borgina Arad hefur ferðast víða og bloggað um götu tískuna í Grikklandi, Indlandi og París.
Pjattinu lék forvitni á að vita hvernig Armina endaði hér uppi á Íslandi: Ég kom hingað til að vinna við fyrirtækjaþróun sem meðal annars felur í sér að leiða program með ýmsum sprotafyrirtækjum og einnig hef ég verið að vinna í Konur í Tækni verkefninu. Þetta er hluti af starfii mínu hjá fyrirtækinu GreenQloud. Starfið hefur gengið vonum framar og þar sem sögur með konum í aðalhlutverki hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér þá er þetta eitthvað sem er mjög gefandi fyrir mig að vinna við. Að vera kona í tæknibransanum getur verið virkilega skapandi og spennandi. Við viljum eindregið hvetja konur sem hafa áhuga að feta þessa braut.
En aftur að tísku, hefurðu lengi haft þennan áhuga? Áhugi minn á öllu fögru á rætur sínar í samskiptum við ömmu og nálægðina við þessi tengsl við rúmenska aðalsins og þann glæsilega stíl sem hann lifði við. Þar liggja ræturnar. Eftir því sem ég varð eldri þá þróaði ég minn eigin stíl og fór að hafa áhuga á fjölbreitileikanum og að kynnast því sem era ð gerast úti í hinum stóra heimi.
Er mikill munur á tískunni í Rúmeníu og Íslandi?: Já munurinn er mjög mikill, bæði hvað varðar stíl og menningu. Rúmenía fullnægir ekki þörf minni fyrir tísku og stíl og þessi tilfinning varð sterkari eftir að ég byrjaði sjálf með mitt fyrsta tískublogg árið 2011. Íhaldssemi er mikilu meiri þar og áhrif kommúnismans gætir þar ennþá. Ísland er hinnsvegar mun opnara og frjálsara og það er mikilvægt fyrir mig. Þetta kemur fram í því hvernig fólkið hér tjáir sig í gegnum hönnun og fötin sem það klæðist. Hér myndi ég aldrei hika við að vera í áberandi dressi ef ég mig langaði það þá stundina. Ég er einnig mjög hrifin af Skandinavíska stílnum (Scandinavian Vibe) Sniðin og efnin höfða til mín
Hvaðan sækirðu andagift?: Ég finn hana allstaðar í kringum mig, frá vinum, fólkinu á götunni og mér finnst sérstaklega skemmtilegt hérna á Íslandi að sitja á bekk og bara fylgjast með því sem fram fer í kringum mig. Þ.e. ef veður leyfir auðvitað. Ég á mér líka uppáhalds blog, til dæmis:
http://stylelikeu.com/ – http://theglitterguide.com/ og http://www.thecoveteur.com/
Bækur og tímarit eru mikilvægur hluti af mínu lífi sem ég vildi ekki vera án. Vogue er mikilvægt innlegg í hverjum mánuði ásamt fleiri tímaritum sem fkalla um tísku og ekki síst það nýjasta í hönnun. Oh, og Pinterest! Þaðan þarf ég að fá minn daglega skammt.
Hefur Ísland haft áhrif á þig?: Já heldur betur. Hér hef ég fengið hugrekki í að ganga lengra og vera djarfari í fatavali. Ég hef einnig upp á síðkastið þróað með mér aukinn áhuga á innanhúshönnun eftir að ég flutti hingað og hef fengið mikið út úr því að endurhanna íbúðina þar sem ég bý núna. Ég er að þróa stíl sem er í senn nútímalegur en með antik munum inn á milli og sterkum litum. Meira um það á www.brilliantforbrunch.com
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.