Af hverju breytast konur í dólga þegar þær setja upp typpi?

Af hverju breytast konur í dólga þegar þær setja upp typpi?

dianegang

Af hverju breytast konur gjarna í dólga þegar þær setja upp typpi? Þetta hlýtur að vera spurningin sem brennur á vörum okkar allra… Ok kannski ekki, en samt. Þetta er ákveðin pæling.

12776773_1082997741762250_614660118_oFyrir sléttum tuttugu árum fór ég á drag námskeið hjá skemmtilegri konu sem heitir Diane Torr. Hún kenndi mér, og fleiri konum, að fara í gervi karlmanns og haga mér eins og maaaðurr. Walk like a man, talk like a man.

Við vorum þarna okkur til gamans flestar en sumar til gagns. Persónulega var ég aðallega að flippa enda lifi ég mikið samkvæmt þeirri speki að maður fái ekki annað líf.

Ég skellti mér á þetta þriggja daga námskeið með danskri vinkonu minni sem er listakona -og eins og undirrituð, gríðarleg áhugakona um kynin og kynjahlutverkin.

Diane Torr er fremst meðal jafningja í því að vera dragkóngur en á námskeiðinu sagði hún okkur meðal annars frá því þá frá því að mjög margar konur, sem bregða sér í gervi karla, taka upp á því að vera með gríðarleg kynferðisleg dólgslæti og hegða sér eins og stjórnlausir perrar um leið og skeggið er komið upp.

Skrítið? Ég er ekki svo viss…

Ég held að þessi dólgshegðun dragkónga spretti kannski af því að kynfrelsi kvenna hefur almennt verið mjög bælt í samfélaginu. Eflaust sumra karla líka, en það er ekkert á við skömmina sem hefur alltaf loðað við konur og kynfrelsi þeirra.

Druslustimpilinn og allt það rugl. 

kimMig langar mikið að vinna og stuðla að því að kynfrelsi kvenna megi aukast og að það þurfi ekki þessi skömm að fylgja því að vera kynfrjáls kona sem talar um og nálgast kynlíf á sömu nótum og karlmenn almennt gera. 

Ef við svo náum auknu frelsi, þá þýðir það samt ekki að við eigum að hafa okkur í frammi eins og hooligans með typpin úti.

Það er vel hægt að vera kynfrjáls stelpa eða strákur án þess að fara yfir mörk hjá öðrum. Og það er vel hægt að vera kynfrjáls án þess að vera dólgur.

Dólgar þekkja ekki mörk. Þeir segja og gera hluti sem eru óviðeigandi í ákveðnum aðstæðum. Að setja dólgum mörk hefur ekkert að gera með tepruskap. 

Meira að segja heimsins kynfrjálsasta fólk vill ekki láta koma að sér með kynferðistilburði í aðstæðum þar sem það reiknar hreint ekki með því. Þetta hljóta allir að skilja. Er það ekki?

Ef þig langar að hlusta á konur rappa mjög frjálslega um kynlíf þá mæli ég sérstaklega með Lil Kim, plötunni Notorius Kim sem kom út fyrir 16 árum. Svo er Azealia Banks stundum með ágæta dónaspretti. Svo ekki sé minnst á Peaches! Þetta er allt saman fínasta tónlist.

ATH: Ekki samt setja Lil’Kim á í næstu fermingarveislu. Þá ertu dólgur. Það er ekki næs. 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest