Skótíska undanfarinna ára hefur orðið sífellt frumlegri. Hælarnir hafa hækkað töluvert og eru hannaðir í óvenjulegum hlutföllum og útfærslum og stundum virðist eins og það sé nærri ógerlegt fyrir konur að ganga á þeim.
Stundum minna þessir hælaskór á skófatnað japanskra geisha eða bundna kínverskra kvenna en hvorutveggja átti að láta konuna taka styttri og kvenlegri spor því smáir fætur voru mikils metnir fyrr á tímum í þessum menningarheimum.
Svo er líka til heill geiri blætis sem gengur út á skó en það virðist sem heimur skóblætisins sé að nálgast hátískuna í dag.
En hvers vegna eiga nútímakonur að staulast um á himinháum fylltum hælum?
Það er að minnsta kosti áhugavert að velta því fyrir sér hvort endurhvarf til þess að tipla á tánum og varla halda jafnvægi séu einhver teikn á lofti fyrir kvenréttindabaráttuna.
Það má þó með sanni segja að sköpunargleðin er í hámarki hjá helstu tískuhúsum heims hvað skótau varðar og sérhvert skópar myndi jafnvel sóma sér í listasafni.
Hér gefur að líta dæmi um nýjustu skóna frá nokkrum þekktustu hönnuðum heims.
Smelltu til að stækka:
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.