Mjög margir eiga í fortíð sinni æskuást sem erfitt var að komast yfir. Eldheitt samband sem byrjaði í níunda eða tíunda bekk og hélt svo eitthvað áfram þar til það dó út.
Fyrir kanadamanninn Ty Anderson hefur þetta reynst erfiðara en mörgum því æskuástin hans var sjálf Pamela Anderson, kona sem síðar varð þekkt um næstum allan heim sem ein heitasta kynbomba jarðar. Alveg frá því hún birtist fyrst í Playboy og þar til hún byrjaði að hlaupa á rauðum sundbol um strendur Kaliforníu í Baywatch þáttunum hafa ungir menn dýrkað og dáð þessa bombu en frægðarsól hennar skein skærast á bilinu 1990-2000.
Ty er í dag er giftur tveggja barna faðir sem býr í smáþorpi í Kanda. Nýlega kom kappinn fram í viðtali við breska ritið MailOnline þar sem hann tók með minningakassann sinn og dró upp myndir af Pamelu, bæði persónulegar, erótískar myndir sem og bekkjarmynd af dömunni aðeins 14 ára gamalli en upp úr því hófst samband þeirra Ty. Þar er hún dökkhærð í prjónapeysu og skyrtu undir. Sakleysið uppmálað.
Ty og Pamela voru saman í um fimm ár en fluttu bæði frá hvort öðru um tíma til að vinna. Hún í líkamsræktarstöð og á ferðamálastofu og hann sem slökkviliðsmaður. Á þessu tímabili sendu þau hvort öðru eldheit ástarbréf en eitt bréfið sló öll met og setti Ty alveg á hliðina. Þar birtist Pamela ber að ofan en við myndina skrifar hún: “Ég mun aldrei hætta að elska þig”.
Fram að þessu hafði hún verið mjög feimin við Ty svo hann leit á þetta sem stærstu ástarjátningu sem hægt væri að fá frá einni konu. “Hún leyfði mér aldrei að sjá líkama sinn svo þetta gat ekki verið betra.”
Ekki leið á löngu þar til Ty karlinn fékk aðra sendingu en þar ‘pósar’ Pamela í allskonar kynþokkafullum undirfatnaði sem hún hafði fengið að gjöf frá Ty. Við þær skrifar hún: Hi Sexy, I thought I’d send you a little surprise. I hope you like them. It took a lot of guts, but here I am’ … eða Hæ sæti, mig langaði til að koma þér aðeins á óvart. Vona að þú fílir þær. Ég þurfti að vera mjög hugrökk, en hér er ég!
Ty rifjar upp hvernig Pamela þroskaðist frá því að vera ósköp venjuleg skólastelpa yfir í ofurbombu fljótlega upp úr 17 ára.
‘Pam var ekkert spes þegar við kynntumst. Jú, hún var mjög sæt, alveg með topp tíu sætustu stelpunum í skólanum en hún var alltaf með hneppt upp í háls og aldrei léttklædd eða svona eins og stelpur eru í dag. Þetta var allt miklu saklausara þá.”
Eftir aðskilnaðinn reyndi Pamela stundum að ná í Ty og sendi honum bréf og myndir með ástarjátningum.
‘Ég var algjörlega miður mín og bugaður af afbrýðissemi yfir því að geta ekki verið með henni öllum stundum. Eftir að við hættum saman, eða fluttum í sundur og frægðarsól hennar fór að skína reyndi hún stundum að ná í mig og hvatti mig til að elta sig, reyna að ná sér til baka, en ég gerði það ekki. Ég var bara í ástarsorg.”
Ty segir þau hafa talað reglulega saman eftir að hún flutti endalega frá Kanada og verið það sem kaninn kallar ‘friends with benefits’ eitthvað inn í tíunda áratuginn.
Blessaður karlinn geymir enn gott safn ástarbréfa, mynda og úrklippur í skókassa heima hjá sér í bænum Mission í Kanada.
(Pamela greindi mjög nýlega frá því í viðtali að fljótlega eftir þessa bekkjarmyndatökuna þar sem hún er aðeins 14 ára, hafi henni verið hópnauðgað af sjö strákum. Í grein MailOnline kemur fram að Ty hafi haft samband við Pamelu eftir þetta og hvatt hana til að kæra til lögreglu, henni bæri skylda til að greina frá nöfnum gerenda).
Smelltu til að stækka og skoða fleiri myndir úr minninga kassanum hans Ty.
Já, við getum eflaust margar tekið Pollýönnu á þetta og fagnað því að fyrrverandi kærasta okkar heittelskaða sé að minnsta kosti ekki Pamela Anderson. Ha? Hmm…
Fílarðu Pjatt.is? Sýndu okkur stuðning með því að smella á like ♥
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.