Í þessu frábæra myndbandi hér fyrir neðan gefur sérlegur fegurðarfræðingur ungum konum góð ráð um hvernig eigi að halda fallegu útliti.
Ég hef einstaklega gaman af þessu myndbandi af því þetta ‘attitjúd’ er í raun leiðarljósið á síðunni okkar.
Slagorðið okkar ‘Aðlaðandi er konan ánægð’ var íslenskur titill bókar eftir Joan Bennett en hún kom út árið 1945 og sló í gegn á sínum tíma eins og síðan okkar er að gera í dag 😉 Það skemmtilega er að þegar við Pjattrófur segjum að allar konur geti verið sætar, flottar og aðlaðandi þá erum við að meina það sama og kemur fram í þessu myndbandi síðan 1945.
‘It’s all about the grooming’
Í bókinni greindi Joan frá því hvernig kona getur gert sig aðlaðandi á margvíslegan hátt en í þessu myndbandi rekur fegurðarfræðingurinn m.a. þessar sígildu staðreyndir:
- Ekki borða óhollann mat
- Hreyfðu þig
- Sofðu 8-9 tíma á nóttu og farðu daglega í bað! 😉
Svo er það glamúrinn og þokkinn sem hún ræðir þarna í saumaklúbbnum. Of mikill glamúr er ekki málið og ekki hugsa OF mikið um útlitið af því þá færðu þráhyggju á sjálfa þig og hættir að vera sjarmerandi…
“Glamour is that little touch of season that makes the dish just right”
Fyrirlesturinn í menntaskólanum byrjar á annari mínútu. Taktu eftir því að ALLAR stelpurnar eru með dökkt hár. Þetta var greinilega áður en ljós hárlitur kom á markað 🙂
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.