Hún heitir fullu nafni Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir en utan landsins er hún kölluð Heidi Ola enda vonlaust fyrir flesta útlendinga að bera nafnið fram.
Aðalheiður er keppandi í bikini fitness eða model fitness eins og það er kallað hér á landi en hún starfar líka sem einkaþálfari í World Class Laugum, ásamt því að sinna fjarþjálfun og kenna pósunámskeið með Iceland Fitness.
Sextán ára keypti hún sér fyrst kort í World Class og sá fyrsta fitness mótið 2008 en þar vaknaði áhugi hennar á keppninni. Áður hafði hún stundað bæði ballett og jazzballett í heil 12 ár.
Í fyrstu keppnina fór Aðalheiður svo árið 2009 en hún hefur bæði keppt hér heima og erlendis. Árið 2012 keppti hún sjö sinnum á einu ári og hafnaði í öðru sæti á Arnold Classic í Bandaríkjunum og fékk sjötta sætið á Arnold Classic í Evrópu.
Skvísan er jafnframt Íslandsmeistari, Loaded Cup meistari í Dannmörku, Heimsbikarmeistari í Budapest, Bikarmeistari og Heildarsigurvegari hér heima en aukinheldur fékk hún þann heiður að vera valin Íþróttmaður ársins 2012 hjá IFBB á Íslandi.
“Svo tók ég mér keppnispásu eftir þetta allt saman til að hlaða batteríin og var að byrja aftur núna en er ný komin heim af Arnold Classic USA þar sem ég komst í topp 10 í mínum flokki. Þetta er eitt stærsta mót í heimi svo þetta telst mjög góður árangur,” segir hún en viðurkennir jafnframt að stefna hærra næst þar sem hún fékk annað sæti árið 2012 á sama móti. “Þetta er samt bara eins og í öðru sporti. Þú kannski mætir í þínu besta en veist aldrei við hverja þú ert að fara keppa. Það skemmtilega við þetta er að maður getur alltaf bætt sig. Þetta herðir mig bara uppí að gera enn betur næst, það er gríðarlegur keppnisandi í mér,” segir hún keik en hún keppir næst á Íslandsmóti um páskana. En vindum okkur nú í spurningarlista Pjattsins…
Hvað gerir þú helst til að halda góðri heilsu?
“Ég stunda líkamsrækt og kannski get ekki sagt bara að ég stundi reglulega líkamsrækt heldur æfi ég mjög stíft, lyfti og geri einnig þol og brennsluæfingar. Ég borða líka hollan mat og tek vítamín og fæðubótarefni en ég myndi segja að ég þurfi á fæðubótarefnum að halda aukalega með þar sem ég æfi svo mikið. Ég lyfti sex sinnum í viku en bæti við auka brennsluæfingum á morgnanna þegar ég er undbúa mig fyrir mót. Tek svo heilagan hvíldardag á sunnudögum!!”
Hverju finnst þér auðvelt að sleppa úr mataræðinu og hvað gætirðu aldrei gefið upp á bátinn?
“Ég borða nánast aldrei djúpsteikan mat, unnar kjötvörur, drekk ekki gos né bjór. Fæ mér stundum sódavatn. Ég gæti aldrei hætt að borða ís og almennilega steik en það er eitt það besta sem fæ að borða!”
Hvað færðu þér í morgunmat og á milli mála?
“Ég byrja daginn alltaf á hafragraut með eggjum útí enda þarf ég að hugsa um að fá alltaf holl kolvetni og prótein. Svo annaðhvort set ég eggin út í hafragrautinn eða geri mér eggjaommelettu með höfrum í. Ég borða rosalega mikið egg í millimál, möndlur, avocado, ávexti eða skelli í mig cero zarb prótein sjeik frá QNT.”
Uppáhald morgunmaturinn og það sem ég fæ mér nánast á hverjum morgni
Setjið haframjöl í pott með vatni, hitið smá, bætið þá eggahvítum og eggi út í.
Látið malla þar til þetta verður að þykkum graut og eggin hafa blandast alveg við.
Bætið stevía og chia fræjum við. Því næst strái ég kanil út á. Hægt er að bæta öllu við sem ykkur dettur í hug, t.d. rúsínum og epli.
Skiptir máli að vera töff í ræktinni? Áttu þér uppáhalds línu í íþróttafötum?
“Ég myndi ekki segja að það skipti máli en það skiptir máli að líða vel í því sem maður er í og líður mér best í fallegu fötunum mínum frá Nikeverslun.is en ég er svo heppin að þau styrkja mig með æfingarfötin enda er ég í NIKE alla daga! Mestu máli skiptir að þér finnst þú vera töff í ræktinni. Ég elska að sjá fjölbreytnina. Allar týpur, hver með sinn stíl jafnvel.”
Nefndu eina konu eða karl í heilsugeiranum sem þér finnst frábær fyrirmynd.
“Konráð Valur Gíslason einkaþjálfari og þjálfarinn minn. Maðurinn á bak við Iceland Fitness. Hann var að keppa í vaxtarrækt hér áður og er margfaldur meistari. Hann á svo stóran þátt í mínum árangri í þessu sporti og fylgir manni eftir algjörlega alla leið.”
Hvort ertu meira fyrir jóga og lífrænan lífsstíl eða lyftingar og próteinsjeika?
“Það gefur auga leið að ég er meira í lyftingar og próteinsjeik-geiranum en er samt algjörlega á því að reyna samt að fá sem mest úr góðri fæðu. Fæðubótarefnin og próteinsjeikarnir eru góðir með fyrir þá sem æfa mikið og þurfa meira og þetta getur verið hentugt fyrir fólk sem hefur lítinn tíma.”
Hvaða æfingar finnst þér skemmtilegastar?
“Rassaæfingar! Ég lyfti fyrir neðri hlutann þrisvar sinnum í viku.”
Hvaða markmiði ætlarðu næst að ná?
“Markmiðið mitt núna, næst og alla daga er að vera góð í því sem ég er að gera og ná árangri með sjálfa mig. Ég vil líka ná árangri í að hjálpa öðrum og vera fólki góð fyrirmynd.”
Fylgstu með Heidi Ola eða Aðalheiði Ýr, uppskriftum, æfingum og allskonar pælingum á FACEBOOK síðu hennar og á iFitness.is
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.