Reglulega koma upp greinar og umfjallanir um skaðsemi svitalyktareyða og þá er átt við hina svo kölluðu “antiperspirant” svitalyktareyða.
Munurinn á “venjulegum” svitalyktareyði og “antiperspirant” svitaeyði er að sá síðarnefndi inniheldur efni sem heitir Aluminium Chloride en það stíflar og lokar svitaholunum og hindrar þannig að maður svitni.
Án þess að ætla hljóma eins og áróðurseggur þá verð ég að segja að það hlýtur hver maður að sjá að það er mjög óhollt að hindra náttúrulega starfsemi líkamans til að losa sig við óæskileg efni og bakteríur, og þó..
Nánast hver einasta manneskja sem ég þekki notar “antiperspirant” svitalyktareyði án þess einu sinni að vita hvað hann gerir, því það er bara mjög erfitt að fá svitalyktareyði í venjulegum búðum sem ekki innihalda aluminium chloride.
Hvort sem það er satt eða ekki, hafa rannsóknir sýnt fram á að þetta efni eykur líkur á brjóstakrabbameini. Það hlýtur að vera augljóst að það er ekki gott fyrir líkamann að geta ekki svitnað en umræður í þessa átt eru samt yfirleitt alltaf þaggaðar niður eins og svo margt annað sem mörg multi-milljóna fyrirtæki bera ekki hag af að fólk viti.
Venjulegt fólk þarf ekki svitalyktareyði sem stíflar svitakirtlana. Það eru til góðir svitalyktareyðar án “antiperspirant” sem virka vel og það má líka sleppa þeim alveg ef maður þvær sér daglega með sápu og spreyjar svo venjulegu ilmvatni undir hendurnar.
Ég fann líka snilldraráð á netinu sem er að nota lyftiduft: Maður stráir duftinu yfir rakan þvottaklút og dúmpar því undir hendurnar en þetta á að virka sem fínasti eyðir! Hvað sem þessu líður. Vöndum valið þegar við veljum vörur sem við berum á húð okkar og forðumst aluminium chloride eða annað sem fer illa með líkamann okkar og starfsemi hans.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.