Við konur eigum í endalausu basli við að ákveða í hverju við viljum vera en rannsóknir hafa sýnt að margar konur hætta við að fara á tiltekna viðburði vegna þess að þær finna ekki nógu flott átfitt!
Við eigum oft kjóla í fataskápnum sem okkur finnast flottir en við erum ekki vissar hvort þeir séu nógu fínir, já eða hvort þeir séu of fínir fyrir viðburðinn?
Þá er um að gera að horfa á allt hitt sem leynist í skápnum. Skó, töskur, snyrtivörur og fylgihluti. Þessir hlutir geta gert sama kjólinn mjög hversdaglegan, fínan, gala og rokkaðann.
Við þurfum bara að horfa öðruvísi á fataskápinn og læra að raða saman.
Ég setti saman nokkur átfitt úr einum kjól og svona varð útkoman- smelltu til að lesa og stækka:
Eins og þið sjáið breytist kjóllinn algjörlega þegar þú breytir öllum hinum hlutunum í kring. Þetta er eitthvað sem allar konur þurfa að kunna. Það er svo auðvelt að klæða flíkur “upp og niður”.
Það er um að gera að prófa sig áfram og láta vinkonurnar hjálpa sér.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.