Í nútímaþjóðfélaginu er upplýsingaveita og upplýsingasöfnun það sem skiptir mestu máli.
Hlutirnir hafa varla átt sér stað þegar þeir eru í einu eða öðru formi komnir inn á netið. Við þurfum að vita allt, og helst í gær og ef við náum ekki selfí í ræktinni eða mynd af hrákökusneiðinni þá er hægt að álíta verknaðinn merkingarlausann og eyðslu á tíma.
Við getum sótt okkur upplýsingar hvar sem er og hvenær sem er, þökk sé snjallsímunum og við nýtum okkur það!
Að keyra og skrolla í gegnum símann ætti að vera flokkað sem höfuðsynd og væri það örugglega ef biblían hefði verið skrifuð með snjallsímaappi!
Þó við séum á rómó deiti þurfum við að kíkja aðeins á feisbúkk yfir forréttinum. Í ræktinni þurfum við aðeins að tékka á twitter og jafnvel dúndra inn einni instagram svona svo að aðrir geti dáðst að byssunum! Og það versta er…. Á MEÐAN VIÐ ERUM AÐ KEYRA þurfum við að skrifa status um það hvert við erum að fara!
Og þá erum við komin að alvarlegasta vandamálinu!
Að keyra og skrolla í gegnum símann ætti að vera flokkað sem höfuðsynd og væri það örugglega ef Biblían hefði verið skrifuð með snjallsímaappi!
Það að keyra og skoða símann sinn er eitthvað sem flestir (og þar á meðal ég) hafa einhverntímann gerst sekir um! Hver kannast ekki við að vera stopp á ljósi og vera að skrifa sms- svo verður ljósið grænt og maður ákveður að klára sms-ið á meðan maður keyrir af stað. Og þar með er maður ekki bara með eigið líf í lúkunum, heldur er maður að leggja líf allra í kring í hættu á sama tíma!
Ég man sérstaklega vel eftir atviki sem kom í fréttirnar fyrir einhverju síðan. Ung kona í Bandaríkjunum lést í bílslysi, sem er kannski ekki í frásögur færandi- svoleiðis gerist!
En það sem sló mig og alla aðra sem heyrðu af þessu ákveðna atviki er aðdragandi slyssins…
Lagið “Happy” með Pharrell Williams byrjaði í útvarpinu, og hún varð svo yfirbuguð af hamingju að hún bara bókstaflega neyddist til að pósta status um það á Facebook- á meðan hún var að keyra!
Nokkrum sekúndum eftir að statusnum var póstað lést hún í árekstri sem orsakaðist út af þessari statuspóstun!
Svona fréttir slá mann alltaf hressilega utanundir!
En samt finnst manni það samt allt í lagi að bara rétt sem snöggvast að skipta um lag á Spotify (sem útheimtir það að opna læsinguna á símanum og svo frv)- hva, það tekur enga stund- og svona fyrir utan það, þá kemur hvort eð er ekki neitt fyrir mig!!!
Við skulum öll fara að hugsa okkur um! Þegar við erum komin með snjalltækið í hendurnar undir stýri, þá erum við nefnilega með athyglisspan á við meðaldrukkinn ökumann!!! Ert þú til í að eyða restinni af lífinu með það á samviskunni að hafa drepið lítið barn vegna þess að skjárinn á símanum þínum gaf til kynna að systir þín væri búin að setja inn nýja mynd og þú bara varðst að sjá hana? Ég er allavega ekki til í það!
Verum snjöll og keyrum snjallsímalaus!
Hrafnhildur, eða Krummi, er mamma, förðunarfræðingur, leikkona, kærasta, systir, dóttir, handverkskona og listakona svo fátt eitt sé nefnt. Ung flutti hún frá Sauðárkróki til Reykjavíkur þar sem hún lærði förðunarfræði en seinna flutti hún til Alabama, USA þar sem hún lærði leiklist. Eftir nokkur ár í Bandaríkjunum lá leið hennar aftur til Sauðárkróks og hún er því rödd landsbyggðarinnar á meðan pjattrófa. Hrafnhildur er fædd 21. febrúar árið 1980 og er fiskur.