Að geyma snyrtidót

Að geyma snyrtidót

Fyrir nokkrum mánuðum ákvað ég að breyta því sem áður var “skrifstofu aðstaða” í svefnherberginu mínu í Pjattrófu aðstöðu. Ég notaði hvort sem er aldrei þetta horn til að sitja með fartölvuna mína.

Ég setti spegil og hillu fyrir ofan borðið og kom öllu snyrtidótinu mínu fyrir þarna á sama stað. Líka hárþurrku og burstum. Núna er ekkert snyrtidót inni á baði nema það sem ég nota þegar ég kem úr sturtunni. S.s. krem og body lotion, en allt sem hefur að gera með förðun er við fína pjattrófu altarið mitt.

Eins og sannri pjattrófu sæmir á ég vitanlega mikið af snyrtidóti sem ég nota ekkert endilega dag hvern. Þetta var svona hingað og þangað í allskonar buddum þar til Pjattrófuhornið leit dagsins ljós. Þá fór ég í Söstrene Grene í Smáranum og keypti mér svona litlar töskur eins og krakkar leika sér með. Þrjú stykki.

dscf4013-11

  • Í neðstu töskuna set ég allt sem hefur að gera með hörundið. S.s. meik, kinnaliti, sólarpúður og púður og annað í þeim dúr.
  • Í miðtöskuna set ég allt sem hefur að gera með augnförðun, nema blýantana. Þarna eru s.s. maskarar af ýmsum gerðum, blautir eye-liner’ar og augnskuggar.
  • Í efstu töskuna koma gloss og varalitir.

Augnblýantar og varablýantar koma í sérstakt veski sem er eins og pennaveski í laginu, langt og mjótt.. og förðunarburstarnir eru svo í sérstöku burstaglasi.

Svo er ég með eina snyrtibuddu sem ég nota að staðaldri.

Í hana set ég sitthvað úr töskunum þremur, svona til að vera viss um að breyta annað slagið um förðun. Það er svo gaman að breyta til enda snýst pjatt fyrst og fremst um skemmtilegheit!

Þessa dagana er ég með frábæra hyljarann minn frá Chanel í töskunni, nota hann bara undir augun og ekkert meik af því húðin er svo flott þessa dagana. Svo er ég með Great Lash maskara frá Maybelline, æðislega fínt sólarpúður frá NuSkin, Dream Mousse eyecolour blautan augnskugga frá Maybelline, Green Metal augnblýant frá Make Up Store og augnbrúnalit frá sama merki ásamt augnhárabrettara sem er sannarlega ómissandi.

Þetta er svona það sem fær að fara með mér á ferðina þessa dagana. En svo nota ég líka augnskugga og blýanta eftir því hvaða lit af fötum ég klæðist os.frv. Svo mun ég svissa einhverju út og setja nýtt i budduna eftir nokkra daga. Gaman gaman 🙂

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest