Það er ótrúlegt hvað það hefur mikið að segja að borða minna og fjölga máltíðum dagsins.
Í stað þess að borða til dæmis þrjár máltíðir og mikið í hverri er mun hollara og betra fyrir líkaman að borða sex léttar máltíðir sem veita manni orku og halda manni gangandi út allan daginn.
Oft er líka talað um að best sé að borða á 2-3 klst. fresti til þess að halda topp brennslu. Svo finnur maður líka sjálfur hvað hentar manni. Ég sat á biðstofu og var að fletta blaði þegar ég rakst á grein um þetta. Hún vakti strax áhuga minn svo ég prófaði ákvað að borða létt og oft og þetta gekk bara vonum framar, fyrstu dagana fann ég reyndar fyrir smá orkuleysi en núna er ég hressari, léttari og full af orku.
Það hentar mér ótrúelga vel að borða aðeins meira fyrir hádegi svo ég hafi orku í skólanum. Ég borða góðan morgunmat, oftast fæ ég mér hafragraut með eplum, berjum eða bönunum ásamt góðum nýpressuðum djús og svo fæ ég mér t.d. skyr.is og hrökkbrauð í kaffitímanum, flatköku með kotasælu og ávöxt í hádeginu, eitthvað létt seinni partinn eins og einn banana eða eitthverja góða fyllingu, kvöldmat og svo ávexti eða grænmeti ef ég verð svöng á kvöldin.
Núna er ég alltaf hvort svöng né södd því ég borða reglulega og lítið í einu. Ég finn það sjálf hvað þetta er gott fyrir mann maður hefur meira úthald og einfaldlega líður bara betur. Þú hefur eflaust oft heyrt talað um hvað það er hollt og gott að borða litla skammta og marga, en gerir þú það?
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.