
Hún Abbey Lee er áströlsk fyrirsæta sem er að gera það gott í módelbransanum
Abbey hefur verið afar eftirsótt í tískuheiminum og auglýst fyrir Gucci, Ralph Lauren og Gap – Gucci er hinsvegar hennar uppáhaldsmerki því daman fílar hversu vel fötin eru sniðin.
Það sem ég tók helst eftir var ferskleikinn og sumarfílingurinn yfir myndunum, litirnir, tónarnir í förðun og naglalakkið töff fyrir ungar stelpur í sumar en litir verða mikið inn í sumar hvort sem um er að ræða tísku, borðbúnað etc og vindblásið hár hennar Abbey Lee eftir að hafa skellt sér í sjóinn í hitanum…
Ég bjóst reyndar ekki við að sjá hálflitað hár á blaðsíðum Vogue aftur en tískan fer jú í hringi. Þetta var nú heitt hjá sumum flottum tískupíum fyrir ca. 20 árum. Mig langaði einmitt að lita helmingin af hári mínu blátt (bleikt hefði aldrei virkað í dökkt hárið) en hver veit kannski ég geri uppreisn skelli ég mér í smá breytingar og láti gamlan draum rætast lita hárið hálfblátt fyrir sumarið?
- kjóll Louis Vuitton, skór Versace
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.