Hún Abbey Lee er áströlsk fyrirsæta sem er að gera það gott í módelbransanum
Abbey hefur verið afar eftirsótt í tískuheiminum og auglýst fyrir Gucci, Ralph Lauren og Gap – Gucci er hinsvegar hennar uppáhaldsmerki því daman fílar hversu vel fötin eru sniðin.
Það sem ég tók helst eftir var ferskleikinn og sumarfílingurinn yfir myndunum, litirnir, tónarnir í förðun og naglalakkið töff fyrir ungar stelpur í sumar en litir verða mikið inn í sumar hvort sem um er að ræða tísku, borðbúnað etc og vindblásið hár hennar Abbey Lee eftir að hafa skellt sér í sjóinn í hitanum…
Ég bjóst reyndar ekki við að sjá hálflitað hár á blaðsíðum Vogue aftur en tískan fer jú í hringi. Þetta var nú heitt hjá sumum flottum tískupíum fyrir ca. 20 árum. Mig langaði einmitt að lita helmingin af hári mínu blátt (bleikt hefði aldrei virkað í dökkt hárið) en hver veit kannski ég geri uppreisn skelli ég mér í smá breytingar og láti gamlan draum rætast lita hárið hálfblátt fyrir sumarið?
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.